28.04 2017 - Föstudagur

Málþing Veljum Vopnafjörð

Líkt og frá var greint hér á heimasíðu Vopnafjarðar skyldi málþing haldið í tengslum við verkefnið Veljum Vopnafjörð og myndi það marka eins konar lok á ferlinu sem hófst fyrir ári síðan. Mikil vinna liggur að baki en allan tímann hefur verkefnastjórn unnið á milli þinga og funda. Á málþinginu sem haldið var í gær í félagsheimilinu Miklagarði voru flutt 4 einkar athyglisverð erindi ungs fólks og að erindum loknum var unnið í hópum.

28.04 2017 - Föstudagur

Sjókvíaeldi ógn við náttúruna?

Fundað verður um málefnið, sjókvíaeldi, á Hótel Tanga sunnudaginn 30. apríl nk. milli kl. 12:00 - 14:00, fundurinn er öllum opinn.

Frummælendur eru Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga og Bjarni Jónsson fiskifræðingur.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Að fundinum standa Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár.

27.04 2017 - Fimmtudagur

Veljum Vopnafjörð - málþing í Miklagarði í dag kl. 16

Í þessum mánuði er ár liðið frá íbúaþinginu, sem markaði upphaf að verkefninu „Veljum Vopnafjörð“. Skilaboð íbúa voru dregin saman í þrjú orð, „Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður“. Frá upphafi stóð til að verkefnið stæði í eitt ár og nú verður hringnum lokað með málþingi sem hefst í dag kl. 16:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Eru íbúar hér með hvattir til að mæta til málþings en dagskrá þess er að finna hér neðan fréttar.

27.04 2017 - Fimmtudagur

Breyttur opnunartími Selárlaugar í dag

Athygli er vakin á að opnun Selárlaugar er með breyttum hætti í dag, fimmtudagainn 27. apríl. Er laugin opin milli kl. 16:00 - 18:00. Sundlaugargestir er beðnir að hafa í huga að þessi tilhögun á við daginn í dag, á morgun er opnun skv. vetraropnun laugarinnar.

-Fulltrúi

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
9,6 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
NA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir