23.06 2017 - Föstudagur

Breytt opnun Selárlaugar um helgina

Vakin er athygli á að dagana 23. og 24. júní verður Selárlaug opin milli kl. 10:00 - 18:00.

Ástæða breyttrar opnunar þessa tvo daga er dagskrá Vopnaskaks, sem er hin myndarlegasta, með áherslu á dagskrá að kvöldi nefndra daga. Vonumst við til að íbúar og gestir sýni ákvörðuninni skilning og nýti tímann til þátttöku í bæjarhátíðinni.

-Fulltrúi

23.06 2017 - Föstudagur

Til leigu íbúðir í Sundabúð

Til leigu íbúðir  í  Sundabúð frá 1. ágúst  2017. Um er að ræða einstaklingsíbúðir og hjónaíbúð.

 

Umsóknir berist til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrir 10. júlí nk. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps eða á skrifstofu sveitarfélagsins Hamrahlíð 15.,

 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í síma 473-1300, netfang skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is.

 

Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

21.06 2017 - Miðvikudagur

Vopnaskak 2017

Vopnaskak 2017 hófst sl. sunnudag með Bustarfellsdegi og tónleikum Fjarðadætra á Hótel Tanga þá um kvöldið. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og umfangsmikil, allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hver dagur er hlaðinn dagskrá og eru íbúar og gestir hvattir til að kynna sér dagskrá hátíðar en hana má m.a. finna á pdf-skjali meðfylgjandi frétt. Eins og verið hefur sl. ár eru hverfum þéttbýlis skipt niður og íbúar hvattir til að skreyta hús sín og hverfi – hefur svörun þegar skilað sér.

19.06 2017 - Mánudagur

17. júní

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Það vill stundum gleymast að engan veginn er sjálfgefið að lítið land sem okkar njóti sjálfstæðis. Tæplega verður hjá því komist að hugsa til þess tíma þegar ráðamenn fátækrar smáþjóðar tóku þá stórhuga ákvörðun að landið skyldi segja skilið við herraríkið Danmörku. Hvað sem öðru líður erum við í þeirri yndislegu stöðu að geta glöð fagnað þjóðhátíðardegi og það gerðu Vopnfirðingar sannarlega á degi þar sem alls konar veður var í boði.

Veðrið núna

Rigning

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
6,6 °C
Vindur:
10 m/s
Vindátt:
NNA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir