Fréttir

28.04 2017 - Föstudagur

Málþing Veljum Vopnafjörð

Líkt og frá var greint hér á heimasíðu Vopnafjarðar skyldi málþing haldið í tengslum við verkefnið Veljum Vopnafjörð og myndi það marka eins konar lok á ferlinu sem hófst fyrir ári síðan. Mikil vinna liggur að baki en allan tímann hefur verkefnastjórn unnið á milli þinga og funda. Á málþinginu sem haldið var í gær í félagsheimilinu Miklagarði voru flutt 4 einkar athyglisverð erindi ungs fólks og að erindum loknum var unnið í hópum.

28.04 2017 - Föstudagur

Sjókvíaeldi ógn við náttúruna?

Fundað verður um málefnið, sjókvíaeldi, á Hótel Tanga sunnudaginn 30. apríl nk. milli kl. 12:00 - 14:00, fundurinn er öllum opinn.

Frummælendur eru Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga og Bjarni Jónsson fiskifræðingur.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Að fundinum standa Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár.

27.04 2017 - Fimmtudagur

Veljum Vopnafjörð - málþing í Miklagarði í dag kl. 16

Í þessum mánuði er ár liðið frá íbúaþinginu, sem markaði upphaf að verkefninu „Veljum Vopnafjörð“. Skilaboð íbúa voru dregin saman í þrjú orð, „Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður“. Frá upphafi stóð til að verkefnið stæði í eitt ár og nú verður hringnum lokað með málþingi sem hefst í dag kl. 16:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Eru íbúar hér með hvattir til að mæta til málþings en dagskrá þess er að finna hér neðan fréttar.

27.04 2017 - Fimmtudagur

Breyttur opnunartími Selárlaugar í dag

Athygli er vakin á að opnun Selárlaugar er með breyttum hætti í dag, fimmtudagainn 27. apríl. Er laugin opin milli kl. 16:00 - 18:00. Sundlaugargestir er beðnir að hafa í huga að þessi tilhögun á við daginn í dag, á morgun er opnun skv. vetraropnun laugarinnar.

-Fulltrúi

25.04 2017 - Þriðjudagur

visitvopnafjordur.com - nýr vefur Vopnafjarðarhrepps

Undanfarin misseri hefur Vopnafjarðarhreppur unnið að gerð nýrrar ferða- og menningarsíðu fyrir Vopnafjörð á léninu visitvopnafjordur.com.

Þann 26. apríl næstkomandi, kl. 20:00 ætlum við að kynna  síðuna og uppbyggingu hennar  í Miklagarði og bjóðum þig og þína innilega velkomin að samgleðjast þessum áfanga með okkur og kynnast síðunni.

24.04 2017 - Mánudagur

Vopnfirðingar á Heklumóti

Heklumót 2017 var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík sl. laugardag, 22. apríl, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni tóku 10 karlakórar þátt í mótinu, samtals 320 söngmenn. Var Karlakór Vopnafjarðar meðal þátttökukóra í fyrsta sinn og var stundin eðlilega stærri fyrir vikið en þátttaka á mótinu er í huga flestra kórmanna ómissandi. Fyrirkomulag Heklumóta, sem haldin eru á 4ra ára fresti, er að hver kór syngur 3-5 lög af söngskrá sinni allt eftir lengd laga en vel er utan um tímann haldið enda væri fljótt komin slagsíða á lengd viðburðarins ef ekki væri. Að loknu framlagi kóranna 10 söng skarinn allur Heklumótslögin 6 og hefur án alls efa verið mikil upplifun fyrir tilheyrendur að hlýða á kórinn fara með sönglög sín.

21.04 2017 - Föstudagur

Annars konar námskeið hjá Glófaxa

Hestamannafélagið Glófaxi stendur fyrir reiðnámskeiðum á þessu vori sem þau kjósa að kalla annars konar reiðnámskeið og Else Möller útskýrir nánar í meðfylgjandi texta sem frá henni er kominn.

 

Að sumu leyti eru hestar eins og börn. Ef þeim eru sinnt með ást, umhyggju og aga er meiri líkur á að eiga við þá góð og ánægjuleg samskipti: Bæði knapi og hestur hagnast á samskiptunum.

20.04 2017 - Fimmtudagur

Gleðilegt sumar - þökk fyrir veturinn

Sumardagurinn fyrsti er í dag, 20. apríl og árið er 2017. Samkvæmt gamla tímatalinu er hann fyrsti dagur Hörpu, hver hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl og er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl. Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744. Þeir munu vera fáir oðrnir sem minni hafa af því. En sumarið er sum sé komið – tökum því fagnandi!

19.04 2017 - Miðvikudagur

Selárlaug opin fyrsta sumardag kl. 12-16

Athygli er vakin á að Selárlaug er opin í dag milli kl. 16:00 – 18:00 vegna framlags starfsmanns í þágu samfélagsins en á morgun, sumardaginn fyrsta, er laugin opin samkvæmt helgaropnun milli kl. 12:00 - 16:00. Á föstudag og áfram er um venjubundna vetraropnun að ræða.

 

-Fulltrúi

19.04 2017 - Miðvikudagur

Veljum Vopnafjörð - málþing 27. apríl nk.

Í þessum mánuði er ár liðið frá íbúaþinginu, sem markaði upphaf að verkefninu „Veljum Vopnafjörð“.  Skilaboð íbúa voru dregin saman í þrjú orð, „Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður“.  Frá upphafi stóð til að verkefnið stæði í eitt ár og nú verður hringnum lokað með málþingi fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi.


13 - 22 af 1797
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir