Fréttir

23.06 2017 - Föstudagur

Breytt opnun Selárlaugar um helgina

Vakin er athygli á að dagana 23. og 24. júní verður Selárlaug opin milli kl. 10:00 - 18:00.

Ástæða breyttrar opnunar þessa tvo daga er dagskrá Vopnaskaks, sem er hin myndarlegasta, með áherslu á dagskrá að kvöldi nefndra daga. Vonumst við til að íbúar og gestir sýni ákvörðuninni skilning og nýti tímann til þátttöku í bæjarhátíðinni.

-Fulltrúi

23.06 2017 - Föstudagur

Til leigu íbúðir í Sundabúð

Til leigu íbúðir  í  Sundabúð frá 1. ágúst  2017. Um er að ræða einstaklingsíbúðir og hjónaíbúð.

 

Umsóknir berist til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrir 10. júlí nk. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps eða á skrifstofu sveitarfélagsins Hamrahlíð 15.,

 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í síma 473-1300, netfang skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is.

 

Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

21.06 2017 - Miðvikudagur

Vopnaskak 2017

Vopnaskak 2017 hófst sl. sunnudag með Bustarfellsdegi og tónleikum Fjarðadætra á Hótel Tanga þá um kvöldið. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og umfangsmikil, allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hver dagur er hlaðinn dagskrá og eru íbúar og gestir hvattir til að kynna sér dagskrá hátíðar en hana má m.a. finna á pdf-skjali meðfylgjandi frétt. Eins og verið hefur sl. ár eru hverfum þéttbýlis skipt niður og íbúar hvattir til að skreyta hús sín og hverfi – hefur svörun þegar skilað sér.

19.06 2017 - Mánudagur

17. júní

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Það vill stundum gleymast að engan veginn er sjálfgefið að lítið land sem okkar njóti sjálfstæðis. Tæplega verður hjá því komist að hugsa til þess tíma þegar ráðamenn fátækrar smáþjóðar tóku þá stórhuga ákvörðun að landið skyldi segja skilið við herraríkið Danmörku. Hvað sem öðru líður erum við í þeirri yndislegu stöðu að geta glöð fagnað þjóðhátíðardegi og það gerðu Vopnfirðingar sannarlega á degi þar sem alls konar veður var í boði.

16.06 2017 - Föstudagur

Þjóðhátíð og kvennahlaup

Á morgun er 17. júní og þá fagna Íslendingar þjóðhátíð. Við erum þess minnug að hinn 17. júní 1944 varð Ísland lýðveldi, sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var formlega lokið. Ákveðið var að stofna lýðveldið við hátíðlega athöfn á Þingvöllum á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta. Lýðveldið Ísland var orðið til. Vopnfirðingar munu koma saman og gleðjast á þessum merka degi og gerum við okkur að sjálfsögðu vonir um að veður bjóði til útiveru þótt hingað til hafi júnímánuður verið langt undir væntingum. Á sunnudag þann 18. fer fram hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og hefst kl. 11:00.

15.06 2017 - Fimmtudagur

Frá Bosníu til Vopnafjarðar - 690 Vopnafjörður til umfjöllunar

Um heimildarmyndina 690 Vopnafjörður hefur birst umsögn sem vert að gefa gaum. Hana skrifar Ásgeir H. Ingólfsson sem búsettur er í Tékklandi en ávallt með góð tengsl við ættjörðina. Hefur bókmenntafræðingurinn Ásgeir komið víða við, ljóðskáld, kennari, bóksali, blaðamaður til að nefna sitthvað. Svo sem frá var greint hér var myndin meðal annarra á heimildarhátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði fyrstu helgi júnímánaðar sl.

14.06 2017 - Miðvikudagur

Lyfsalan lokuð föstudaginn 16. júní

Athygli er vakin á að vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður Lyfsala Vopnafjarðar lokuð föstudaginn 16. júní nk.

13.06 2017 - Þriðjudagur

Sjómannadagurinn

Vopnfirðingar, eins og bróðurpartur Íslendinga, heiðruðu sjómenn á sjómannadag. Allt frá 1936 hefur sjómannadegi verið fagnað og dagurinn hinn 80asti í röðinni. Dagurinn hófst á athöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn kl. 10 og í framhaldi var boðið upp á siglingu björgunarbátsins og smábáts og leiki í framhaldi af siglingunni. Hátíðarkaffi Slysavarnardeildarinnar Sjafnar í Miklagarði eftir hádegi. Sjómannadagur er og á að vera einn hinna eftirtektarverðu daga almanaksársins í bæ sem á afkomu sína undir gjafmildi hafsins.

12.06 2017 - Mánudagur

Veljum Vopnafjörð og kynnumst landinu okkar betur – mánudagsgöngur

Mánudagsgöngur í júní, júlí og ágúst 2017


Á hverju mánudagskvöldi í júní, júlí og ágúst verða skipulagðar gönguferðir á Vopnafirði. Hist verður kl. 18:00 við Kaupvang og farið með „leiðsögumanni kvöldsins“ á það svæði sem hann/hún hefur valið sem göngutúr í það sinnið. Miðað er við göngulok fyrir kl. 23 og miðast göngulengd og yfirferð við þann tíma.

12.06 2017 - Mánudagur

Sundkennslu lýkur á miðvikudag

Sundkennslu Vopnafjarðarskóla sem staðið hefur yfir síðan 15. maí sl. lýkur nk. miðvikudag og er kennt samkvæmt fylgjandi tímatöflu. Er raunar kennt í dag, ekki á morgun en miðvkudaginn 14. júní og er þar með námskeiðinu lokið.

 

Sundlaugin er opin 12 klukkustundir hvern dag tímabilið 15. maí – 15. október, milli kl. 10:00 – 22:00, og fá laugargestir venju samkvæmt notalegt viðmót starfsmanna.


13 - 22 af 1831
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir