Minjasafnið Bustarfelli


Bustarfell VopnafirðiMinjasafnið Bustarfelli
Hofsárdal, Vopnafirði
Sími: 471 2211/ 844 1153
Opið kl. 10-18 alla daga frá 10. júní til 10. september

Bustarfell stendur undir samnefndu felli innarlega í Hofsárdal við þjóðveg 85 á leiðinni upp á Vopnafjarðarheiði (sjá kort fyrir neðan).

Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 700 kr.
9-13 ára: 100 kr.
8 ára og yngri: Frítt
Hóptilboð ef bókað er fyrirfram: 500 kr. á mann

Kaffihúsið Hjáleigan er staðsett í þjónustuhúsi minjasafnsins.

Bustarfellsbærinn er einn best varðveitti torfbær á Íslandi. Þar má greinilega sjá hvernig lifnaðarhættir hafa breyst í aldanna rás. Bærinn sem nú stendur er að stofninum til frá 1770 en hefur verið breytt nokkuð síðan.

Á Bustarfelli var löngum mikið höfuðból en bærinn hefur síðustu áratugi hýst vinsælt minjasafn. Bærinn sómir sér vel undir hrikalegu klettabelti Bustarfellsins með sýn yfir Hofsárdal. Torfbænum hefur verið vel við haldið og er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

Í bænum var búið allt til 1966 en hann hefur verið óðalssetur sömu ættar síðan um miðja 16. öld og á þeim tíma sýslumannssetur þrisvar.

Bustarfell VopnafirðiÞar sat meðal annars Björn Pétursson sýslumaður (1695-1720), afarmenni og skapmaður mikill. Hann mun hafa tekið það sem hugurinn girntist, með valdi ef það fékkst ekki með góðu. Sagt er að hann hafi tekið hollenska duggu, látið búta hana sundur og neytt skipverja til að byggja Bustarfellsbæ úr viðnum.Bustarfell á Facebook
Bustarfell Vopnafirði
Bustarfell er 30 km frá þjóðvegi 1 og 18 km frá Vopnafjarðarkauptúni.


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir