• Haust 2011 borði 1

  • Haust 2011 borði 2

  • Haust 2011 borði 3

  • Haust 2011 borði 4

12.12 2014 | 13:28

Litlu jólin og annað


Kennsla er samkvæmt stundaskrá á mánudaginn en á þriðjudag verður jólabíó og nemendur skreyta stofur.
Á miðvikudaginn er jólaföndur og jólakortagerð þar sem boðið er upp á kakó og mega nemendur koma með smákökur. Skóla lýkur kl. 13:10, heimakstur strax á eftir en gæsla með óbreyttu sniði.
Á fimmtudaginn er haldið  áfram í föndri og kortagerð og nemendur æfa skemmtiatriði fyrir Litlu jólin. Í hádeginu er ,,jólamáltíð“ þar sem starfsfólk þjónar, rauðklætt,  til borðs og spiluð eru  jólalög. Engin gæsla er þennan dag, skóli er til 13:10 og  keyrt í sveitina strax á eftir.  

Litlu jólin eru föstudaginn 19. desember frá
kl. 9:30-12:00.

Á litlu jólunum skiptast nemendur á pökkum og er ætlast til að hver nemandi komi með pakka sem kosta  400-600 kr.,  og skili til umsjónarkennara. Mælst er til að ekki sé sælgæti í pökkunum.
Byrjað er á  að fara í stofur með umsjónarkennara þar sem jólaguðspjallið er lesið og jólasaga . Krakkarnir opna pakkana, fá smá sælgæti og skoða jólakortin.
Eftir stofujólin er dagskrá þar sem allir bekkir eru  með atriði, dansað kringum jólatré og jólasveinar koma í heimsókn.
Skólaakstur er á litlu jólin.

02.12 2014 | 15:30

Jólaföndur


Árlegt jólaföndur foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 4. desember, kl. 16:30. Boðið verður upp á kakó með rjóma og piparkökur sem nemendur 9. bekkjar hafa umsjón með ásamt foreldrum.
Til sölu verður jólaföndur á vægu verði. Við biðjum fólk um að taka með sér liti, skæri, heftara og disk undir kertaskreytingu.
Jólaföndrið er góð og notaleg stund með fjölskyldu og vinum, þar sem við undirbúum saman jólin.
Verum öll hjartanlega velkomin, líka afar og ömmur, frændur og frænkur.
Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir