• Haust 2011 borði 1

  • Haust 2011 borði 2

  • Haust 2011 borði 3

  • Haust 2011 borði 4

08.06 2015 | 09:27

Gleðilegt sumar

Skólaslitin voru með hefðbundnum hætti og útskrifuðust 7 nemendur úr 10. bekk. Aðrir nemendur fengu sína vitnisburði en 94 nemendur voru í skólanum við lok skólaársins. Þó að nemendum standi til boða að stunda framahaldskólanám hér heima, í tengslum við Menntaskólann á Egilsstöðum, hyggja allir nemendur á nám fjarri heimabyggð, kynnast nýju umhverfi og nýjum skólafélögum. Spurningin er hvernig málin þróast næstu árin hvað þetta varðar. Skólinn óskar öllum gleðilegs sumars en skólastarf hefst aftur 20. ágúst með skólasetningu.

29.05 2015 | 14:52

Hjóladagur

Unicef dagurinn var virkilega skemmtilegur og tókst með ágætum. Krökkunum var skipt í 7 hópa sem skiptust á að spila fótbolta, blak, kasta á körfu, fara í snú, snú, parís, fallin spýta og teygjutvist. Hvert verkefni stóð yfir í 15 mínútur frá kl. 9.15 til 10.15 og 10.30 til 11.15.
Kl. 11.15 fóru allir hjólandi eða gangandi upp á ,,Mýrabraut", veginn yfir mýrarnar þar sem lokað var á milli vegamóta. Frábær leið fyrir krakkana til að hjóla og hlaupa. Annars komu um 50 með hjól í skólann, en í skólann vantaði 25- 30 krakka vegna veikinda, leyfa og skólaferðalags. Það var virkilega góð stemning hjá krökkunum á hjólunum og ekki spurning að við eigum að stefna að því að hafa hjóladag allavega einu sinni á skólaári þar sem skólabílar flytja hjól fyrir sveitakrakkana.
Á mánudaginn er Tarzanleikur í íþróttahúsinu fyrir alla, gönguferðir með leiðsögn um þorpið og grillað í lokin. Minni á nesti, íþróttaföt, góða skó. Skóla lýkur þá um kl. 13 og gæsla til kl. 14, sem er síðasti dagur gæslunnar þetta skólaárið.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir