• Haust 2011 borði 1

  • Haust 2011 borði 2

  • Haust 2011 borði 3

  • Haust 2011 borði 4

19.05 2015 | 13:12

Námsmat og vordagar

Námsmat vorannar hófst í dag hjá 10. bekk en hjá öðrum á fimmtudaginn 21. maí. Frá og með fimmtudeginum mæta allir nemendur kl. 9. Nemendur í 10. bekk eru aðeins í prófum, 6.-9. bekkir eru til kl.12 og 1.-5. bekkir til kl. 13.10. Lengri viðvera yngri nemenda er þessa daga og að morgni ef þörf er á. Vordagar eru 29. maí og 1.-2. júní.

07.05 2015 | 16:01

Háskóli unga fólksins

Föstudaginn 15. maí verður háskólalestin, sem er háskóli unga fólksins, í Vopnafjarðarskóla. Allir nemendur  frá 5.-10. bekk fá fræðslu kennara úr Háskóla Íslands þennan dag og síðan verður haldin hátíð daginn eftir.
Þá koma 20 nemendur úr Brúarásskóla og 9 nemendur frá Borgarfirði eystri til að taka þátt í þessu með okkur. Fyrir okkur sem fengum kynningu á þessu fyrir stuttu virkaði þetta mjög spennandi og skemmtilegt fyrir nemendur, skólann og samfélagið.
Frekari kynning á þessu verður send út síðar og eins verður þetta auglýst vel.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir