• Haust 2011 borði 1

  • Haust 2011 borði 2

  • Haust 2011 borði 3

  • Haust 2011 borði 4

29.04 2016 | 07:25

7. bekkur í Legokeppni á Tenerife

Síðastliðið haust sigraði 7. bekkur legokeppnina á Íslandi og öðlaðist rétt til þátttöku í alþjóðlegri keppni sem fram fer 4.-7. maí á Tenerife við Afríkustrendur. Í allan vetur hafa foreldrar krakkanna unnið mikið verk við að safna peningum til ferðarinnarog gengið ótrúlega vel og er nú komið að ferðinni.

Við óskum 7. bekk og fylgdarliði góðrar ferðar.
Drekarnir, 7. bekkur, ásamt þeim Ellu, Kristínu, Lindu, Einari Skúla og Söndru eru lagðir af stað í langferðina til Tenerife. Fyrsti áfangi er að komast í Egilsstaði í flug kl. 9. Þau fara í heimsóknir í nokkur fyrirtæki og stofnanir í dag í Reykjavík, gista í Keflavík og fljúga yfir hafið, beint í suður, í hita og sól, kl. 9 í fyrramálið, laugardag. TIl að byrja með eiga þau rólega daga en keppnin hefst síðan á miðvikudaginn og stendur til laugardags. Seinnipartinn á laugardaginn fljúga þau til Íslands og heim til Vopnafjarðar koma þau sunnudaginn 8. maí.

07.04 2016 | 14:28

Skólinn byrjar kl. 9 , mánudaginn 11. apríl

Mánudaginn 11. apríl byrjar skólinn kl. 9.  Sundkennsla fellur niður og enginn hafragrautur er í boði þennan dag. Ástæðan er að Hamrahlíðarkórinn kemur í heimsókn til Vopnafjarðar, gistir í skólanum, og heldur skólatónleika fyrir okkur kl. 9.30 á mánudaginn. 
Vert er að minna á tónleika sem Hamrahlíðarkórinn býður Vopnfirðingum upp á sunnudaginn 10.apríl kl.17.00.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir