18.01 2019 - Föstudagur

Tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Vopnafjarðarhreppur var eitt hinna 33ja sveitarfélaga sem sóttu um þátttöku í tilraunverkefni ríkisins í húsnæðismálum en að baki verkefninu standa velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður. Sjö sveitarfélög voru valin úr hópnum og fór svo að Seyðisfjarðarkaupstaður var hið eina af Austurlandi. Í 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir segir að sveitarfélög skulu gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn. Skal hún byggja á greiningum um þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með tilliti til mismunandi búsetuforma.

16.01 2019 - Miðvikudagur

Endurbætur á fiskimjölsverksmiðju HB Granda

Endurbætur hafa staðið yfir og standa enn við fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Þótt það sé mikið verk að vinna að skipta út eimingartækjum verksmiðjunnar hefur farið tiltölulega lítið fyrir framkvæmdunum og skýrist að einhverju leyti á að byggingarnar eru óbreyttar. Raunar varð að rjúfa þak verksmiðjunnar við framkvæmdirnar. Á heimasíðu HB Granda er frá endurbótunum greint og rætt við Sveinbjörn Sigmundsson verksmiðjustjóra af því tilefni. Þetta mikla verk hófst í vikunni fyrir jól en því á að vera lokið fyrir 20. janúar nk.

14.01 2019 - Mánudagur

Örlar á vetri

Um miðjan dag sl. laugardag varð regn að slyddu, síðar að snjókomu og snjóaði fram á kvöld í allhvassri norðanátt. Auðar götur fengu hvíta ábreiðu, hana misþykka og ásýnd lands tók að minna á að árstíðin er vetur. Um nótt hafði birt til og er svo enn þegar þetta er ritað að morgni mánudagsins 14. janúar, bjart og fagurt veður í 8°C frosti. Að venju voru starfsmenn þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins komnir af stað snemmdægurs að morgni sunnudagsins og hófu hreinsum gatna og hið sama gerðu starfsmenn Steineyjar og fóru um þjóðvegi þá sem þeir hafa með höndum.

10.01 2019 - Fimmtudagur

Fagur vopnfirskur himinn fangaður

Veturinn hefur hingað til verið í mildara lagi, snjór féll fyrst í seinni hluta nóvember á Vopnafirði; sá hvarf skjótt, snjó kyngdi niður nínunda desember og var með öllu horfinn þann 11. Á Gamlársdag gerði áhlaup svo brennu og flugeldasýningu var frestað fram á Nýársdag en síðan hafa mildir vindar blásið. Stundum hafa þeir verið hvassir og minnt fremur á sumar en vetur þegar hitinn hefur verið yfir 10°C, einungis er myrkrið ótvíræð áminning þess að norðurhvel jarðar hallar frá sólu.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
2,8 °C
Vindur:
6 m/s
Vindátt:
NNV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir