22.03 2019 - Föstudagur

Aðalsafnaðarfundur 2019

Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar boðar til aðalsfanaðarfundar fyrir árið 2019. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju föstudagin 29. mars nk. og hefst klukkan 17:00.

 

Fundarefni eru venjulega aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir nr. 1111 frá 2011.

 

Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar

22.03 2019 - Föstudagur

Íbúafundur í Miklagarði þriðjudaginn 26. mars

Þriðjudaginn 26. mars nk. kl 17.00 verður haldinn íbúafundur í Miklagarði þar sem Hafdís Bára Óskarsdóttir mun segja frá starfi sínu sem iðjuþjálfi, hvað þeir gera og hvernig þeir aðstoða einstaklinga í sínu daglega lífi.

 

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna.

20.03 2019 - Miðvikudagur

Ferðamálasamtök verða Framfara- og ferðamálasamtök

Ferðamálasamtök Vopnafjarðar héldu aðalfund sinn í félagsheimilinu í gærkvöldi. Í fréttabréfi samtakanna á sl. ári sagði m.a. að samtökin væru klasi, samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu að markmiði að stuðla að samvinnu ferðaþjóna á Vopnafirði við ímyndarsköpun og áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Sjálfsagt lítur hinn almenni íbúi svo á að samtökin séu einkum og sér í lagi þeirra er ferðaþjónustunni tilheyra. Á aðalfundinum fór fram lífleg umræða um stöðu félagsins, einkum með hliðsjón af tillögu fráfarandi stjórnar að breyta nafninu í Framfara- og ferðamálasamtök Vopnafjarðar. Var sú tillaga síðan samhljóða samþykkt.

 

18.03 2019 - Mánudagur

Þjónustumiðstöð: Vinnuskóli og starfsmaður

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir sumarvinnu 2019 og óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa.

Vísað er til auglýsinga sem er að finna hér að neðan.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 09:00
Hitastig:
-2,6 °C
Vindur:
5 m/s
Vindátt:
SSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir