17.10 2018 - Miðvikudagur

Vinaganga

Annar dagur í Vinaviku er í dag en í gær fjölmenntu Vopnfirðingar í Vinagöngu, flestir voru ungir að árum en þeir voru nokkrir eldri sem slógust í för og tóku þátt í hjartagjörð við göngulok. Kaffi var í boði í framhaldi af útiveru. Fyrir 4 árum lét sr. Stefán Már þess getið að Vinagangan væri stærsta skipulagða gangan á Íslandi í október það árið og eigum við ekki bara að trúa því að það eigi við nú. Sem fyrr varðar mestu að verið er að minna á vináttuna og gildi þess að standa saman.

16.10 2018 - Þriðjudagur

Vinavika Vopnfirðinga

Vinavikan hefst í dag kl. 15 með formlegum hætti er gengin verður Vinaganga frá Vopnafjarðarskóla að Vopnafjarðarkirkju. Gengið er í nafni kærleika og vináttu. Meðal þátttakenda að þessu sinni er frú Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum og kemur til með að njóta kökuhlaðborðs í safnaðarheimilinu eins og aðrir þátttakendur að göngu lokinni. Eru allir hvattir til þátttöku í gönguna en Vinavikan í ár er hin 9unda í röðinni.

15.10 2018 - Mánudagur

Kuldaboli 2018

Um helgina fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli, samstarfsverkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðin þátttaka og héðan frá Vopnafirði fóru 19 ungmenni í fylgd Þórhildar Sigurðardóttur forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Drekans. Aðalmarkmiðið með Kuldabola er að krakkar kynnist innbyrðis, prófi nýjar tómstundir og skemmti sér saman á heilbrigðan máta. Miðpunktur hátíðarinnar er Fjarðabyggðahöllin og þeir sem reynt hafa vita að nafngiftin Kuldaboli stendur fullkomlega undir merkjum.

 

15.10 2018 - Mánudagur

Íbúð til leigu

Til leigu er er 5 herbergja íbúð að Kolbeinsgötu 55, í blokkinni. Umsóknir berist til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrir 22. október nk. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Hamrahlíð 15.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
8,4 °C
Vindur:
11 m/s
Vindátt:
SSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir