Auglýsingar/tilkynningar

03.07 2020 - Föstudagur

Úthlutun bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá

Dregið var úr innsendum umsóknum um bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá í dag, 3.júlí. Úthlutað er fjórum hálfum dögum með eina stöng hver.

30.06 2020 - Þriðjudagur

Veiðidagar hreppsins í Hofsá 2020

Veiðidagar Vopnafjarðarhrepps í Hofsá eru lausir til umsóknar fyrir íbúa Vopnafjarðar.

Vinsamlegast sendið inn umsóknir á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 3.júlí 2020 merkt „Bændadagar 2020”.

Einnig hægt að senda umsókn á netfangið, skrifstofa@vfh.is.

29.06 2020 - Mánudagur

Vopnaskak 2020 - dagskrá

Bæjarhátíðin Vopnaskak hefst í þessari viku.

Hvetjum við alla til að kynna sér skemmtilega og fjölbretta dagskrá og fjölmenna á viðburðina!

16.06 2020 - Þriðjudagur

Breyting á aðalskipulagi - opið hús 24.júní n.k. kl. 16:30-18:00

Vopnafjarðarhreppur auglýsir vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir Þverárvirkjun á vinnslustigi.

05.06 2020 - Föstudagur

Til leigu: Lónabraut 21

Lónabraut 21 er laus til leigu og leigist til tveggja ára.

Fyrir nánari upplýsingar og umsóknir hafið samband við skrifstofu Vopnafjarðarhepps á netfangið skrifstofa@vfh.is

Umsóknarfrestur er til og með 12.júní.

05.06 2020 - Föstudagur

Sumarstörf hjá Vopnafjarðarhreppi

Vopnafjarðarhreppur auglýsir þrjú sumarstörf fyrir nema, sem að lágmarki hafa lokið einu ári í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkistjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa. 

Ráðningartími er frá 15 júní til 28 ágúst í tvo mánuði.

 

17.05 2020 - Sunnudagur

Viðhald á sundlaug

Að gefnu tilefni.
 
Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 24.mars vegna Covid-19 og var tíminn nýttur hjá starfsfólki til að taka vorþrifin og var sundlaugin máluð og fleira viðhaldstengt. Á þessu ári stóð til að endurnýja blöndunartækin og var það alltaf á áætlun í maí.
Vegna skólasunds sem er búið að vera í gangi síðan 5.maí þá var ekki hægt að fara í endurnýjun blöndunartækja fyrr en á morgun, 18.maí og þykir okkur miður að fólk geti ekki farið í sund strax á morgun en það verður notalegt að fara í góðar sturtur um leið og opnar.
 
Vil líka minnast á að það er erfitt að manna sundlaugina. Einn starfsmaður er farinn aftur til Spánar og tveir starfsmenn sem munu starfa hér í sumar eru á leið til landsins en þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
 
Vonandi getur fólk skilið þetta og allir koma kátir í sund von bráðar :) Það er enginn að leika sér að því að loka lauginni og seinka opnun.
 
Með vinsemd og virðingu.

07.05 2020 - Fimmtudagur

Atvinna leikjanámskeið

Vopnafjarðarhreppur og félagsmiðstöðin Drekinn auglýsir:

Starfsmaður óskast frá 8.júní til 3.júlí til að aðstoða við leikjanámskeið.
Starfshlutfallið er 30%. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður og hafa gaman af því að vinna með börnum.

Mjög fjölbreytt starf!

Aldurstakmark er 18 ára
Allar upplýsingar veitir Tóta í síma 893-1536 eða á netfanginu thorhildur@vopnafjardarhreppur.is

30.04 2020 - Fimmtudagur

Líkamsræktartæki til leigu

22.04 2020 - Miðvikudagur

Uppbygging almennra íbúða í Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur sótt um og fengið úthlutað stofnframlagi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun til uppbygginar 6 íbúða í Vopnafirði. Stofnframlagið skal nýta til að reisa almennar íbúðir í samræmi við lög um almennar íbúðir. Sjá nánari upplýsngar í kynningunni hér fyrir neðan.


13 - 22 af 70
1 2 3 4 5 6 7 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir