Hafið er mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar allt að 6 MW virkjunar í Þverá í Vopnafirði.
Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd ásamt niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum laugardaginn 6. apríl nk. Kynningin verður haldin í félagsheimilinu Miklagarði, Miðbraut 1, Vopnafirði. Húsið verður opið á milli kl. 13 og 15. Skýrslan er einnig aðgengileg á vef Mannvits (www.mannvit.is) og hjá Skipulagsstofnun (www.skipulag.is).
Á staðnum verða fulltrúar frá Þverárdal ehf. og Mannviti.