Íþróttafélagið sem byggði Selárdalslaug: Saga Einherja í vinnslu

21.08 2019 - Miðvikudagur

Íþróttafélagið sem byggði Selárdalslaug: Saga Einherja í vinnslu

Bjartur Aðalsteinsson fyrirliði Einherja hefur undanfarin misseri verið að vinna í því að skrásetja sögu Einherja. „Maður hefur verið með appelsínugult og grænt hjarta frá því maður var barn,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson í viðtali við vef Vopnafjarðar, en Bjartur er sonur Aðalbjörns Björnssonar sem er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Einherja.

Meðal hápunkta í sögunni er frábær árangur fótboltaliðsins á níunda áratugnum, þegar liðið spilaði í sex tímabil í næstefstu deild og var hársbreidd frá því að komast í deild hinna bestu árið 1986, og svo sú lítt þekkta saga að félagið byggði á sínum tíma hina frægu sundlaug í Selárdal.

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Vopnafjarðarbæjar á slóðinni: https://www.vopnafjardarhreppur.is/Frettir/nanar/44451/saga-einherja-felagid-sem-byggdi-selarlaug

Nánari upplýsingar veitir Bjartur Aðalbjörnsson í síma 843-9759.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir