Barnamenningarhátíð BRAS

02.09 2019 - Mánudagur

bras.png

BRAS í september
 
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi. 
 
Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn og ungmenni á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn og ungmenni á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.  
 
Önnur markmið með BRAS eru meðal annars þessi:  • Að börn kynnist fjölbreyttum aðferðum listanna við skapandi vinnu. • Að opna augu barna og ungmenna á Austurlandi fyrir mikilvægi samveru, samkenndar og samstöðu. • Að gefa börnum tækifæri til að kynnast á nýjan hátt og skilja hvert annað út frá nýjum forsendum. • Að auka virðingu og umburðarlyndi meðal barna og ungmenna. • Að börn meti að verðleikum fjársjóðinn sem felst í aðgengi að ólíkum menningarheimum. • Að nota listsköpunina til að byggja brýr á milli þjóðerna, aldurshópa og byggðakjarna.   Fjölbreytt dagskrá er í boði um allt Austurland og má nálgast opna dagskrá á bras.is en einnig verður boðið upp á ýmis verkefni sem fara fram innan skólastofnana.
 

Dagskrá á Vopnafirði

Viðburðir

  • 5. september kl. 16.00 – 17.00        Kaupvangskaffi

Setning Barnamenningarhátíðar Vopnfirðinga í samstarfi við BRAS á Austurlandi -  Allir velkomnir.

  • 6. september   kl. 14.30 -  17.00    Möffins og svali í Sundabúð Vegna barnamenningarhátíðar á Vopnafirði eru öll börn hjartanlega velkomin
  • 11. september kl. 10.00 – 11.00    Leikskólinn Brekkubær Myndlistasýning leikskólabarna. Boðið verður uppá kakó hitað í Muurikkupotti utandyra. Allir velkomnir.
  • 17. september kl. 13.00      Opna myndlistarnámskeið Hjáleigunnar Myndlistarnámskeið fyrir 3. – 4.  bekk í samvinnu við Vopnafjarðarskóla. Leiðbeinendur verða listamenn frá Vopnafirði.
  • 17. September  kl. 15.30      Minjasafnið Bustarfelli -  Eldri nemendur Vopnafjarðarskóla sýna verkefnin sín í Sparðinu Minjasafninu Bustarfelli
  • 20. september  Mikligarður Þjóðleikhúsið er á ferðinni um landið og býður öllum leikskólabörnum og nemendum í 1. bekk grunnskólans á leiksýninguna Ég get eftir Peter Engkvist, leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin. Þjóðleikhúsið mun bjóða inná sýninguna.

Eftir hádegi er nemendum í 8.–10. bekk Vopnafjarðaskóla boðið á leiksýninguna Velkominn heim eftir Maríu Thelmu Smáradóttur. Leikstjórn Andrea Vilhjálmsdóttur og Kara Hergils.

  • 22. september kl. 17.00    Hæfileikakeppni Vopnafjarðar  Félagsmiðstöðin Drekinn kynnir Hæfileikakeppni Vopnafjarðar 2019 sem haldin verður í Miklagarði. Öll börn á Vopnafirði mega taka þátt sem einstaklingar og/eða í hóp. Söngur, dans, hljóðfæraleikur, leiklist, uppistand, spuni og töfrabrögð koma til greina. Verðlaun í boði. Enginn aðgangseyrir en skráning nauðsynleg ef taka á þátt. Skráning og nánari upplýsingar á thorhildur@vfh.is eða í síma 893-1536
  • 25. september kl. 10.00 Leikskólinn Brekkubær

 Leikskólabörn bjóða 1.–4. bekk í heimsókn í Brekkubæ.

 

  • 26. september kl. 14.00 – 18.00 Mikligarður - Listasýning 

                   Lok Barnamenningarhátíðar á Vopnafirði

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir