Fundur um sértækar aflaheimildir

25.09 2019 - Miðvikudagur

Samráðsfundur með hagsmunaðilum á Austurlandi vegna sértækra aflaheimilda.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er 5,3% aflaheimilda varið til margvíslegra sértækra aðgerða, svo sem byggðakvóta, sértæks byggðakvóta, línuívilnunar, skelbóta og strandveiða (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html).

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að vega þurfi og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun (https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/stefnuyfirlysing).

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða meðferð og ráðstöfun ofangreindra aflaheimilda (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/03/Skipad-i-starfshop-um-aflaheimildir-sem-rikid-fer-med-forraedi-yfir/).

Hópinn skipa:
- Þóroddur Bjarnason, prófessor (formaður)
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og dómsmálaráðherra
- Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
- Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður
- Starfsmenn starfshópsins eru Jón Þrándur Stefánsson og Hinrik Greipsson.

Starfshópurinn efnir til samráðsfundar hagsmunaaðilum og með fulltrúum sveitarstjórnarstigsins á Austurlandi.

Austurbrú hvetur hagsmunaaðila og fulltrúa sveitarstjórnarstigsins á starfssvæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar að mæta á fundinn þannig að raddir sem flestra heyrist á þessum fundi.

Fundurinn verður haldinn í salnum Þingmúla í Valaskjálf þann 8. október kl. 14:00-16:30. Skráning fer fram á þessum Facebook-viðburði:

https://www.facebook.com/events/496832411113883/
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir