Áramót á Vopnafirði

29.12 2019 - Sunnudagur

Áramót á Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur ávallt boðið upp á áramótabrennu á gamlársdag og verður hún klukkan 16.30 í ár.


Gamlárskvöld á Vopnafirði

Áramótabrenna við Búðaröxl kl. 16:30

Skotið verður upp flugeldum í námunda við brennuna.

Heilsum árinu 2020 með gleði í hjarta ~
Við hvetjum alla Vopnfirðinga til þess að mæta vel og fagna áramótum saman.

Nýársdagur á Vopnafirði
Messað verður á nýársdag; nýju ári heilsað með hátíðarguðsþjónustu í Hofskirkju á nýársdag kl. 15:00, samanber tilkynningu Hofsprestakalls hér fyrir neðan:

Nýjársdagur 1.janúar kl. 15
Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju.
Meðhjálpari er Haraldur Jónsson
Þórunn Egilsdóttir flytur hugvekju.
Kór Vopnafjarðar og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates

Allir hjartanlega velkomnir.

Með bestu áramótakveðjum,
Vopnafjarðarhreppur
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir