Þrettándabrenna við Búðaröxl á mánudag

03.01 2020 - Föstudagur

Þrettándinn er á mánudag, 06. janúar, og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla.

 

Venju samkvæmt kveðja Vopnfirðingar jólin með viðeigandi hætti því kl. 17:00 mun sveitarfélagið bjóða íbúum upp á þrettándabrennu og flugeldasýningu við Búðaröxl.

 

Með bestu nýárskveðjum,

Vopnafjarðarhreppur
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir