Íbúakort fyrir börn og eldri borgara á Vopnafirði

10.02 2020 - Mánudagur

Frá og með 1.janúar er frítt í sund fyrir börn og eldri borgara með lögheimili á Vopnafirði. Framvísa skal íbúakorti sem öll börn á aldrinum 6-16 ára fá afhent í skólanum á næstu dögum. Eldri borgarar koma á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps og sækja um sitt íbúakort.
Um áramót tók einnig gildi ný gjaldskrá í íþróttahús sem má sjá á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps. Frá og með 1.janúar 2020 er 50% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili í Vopnafjarðarhreppi í líkamsrækt. Öryrkjar skulu framvísa örorkukorti og eldri borgarar skulu framvísa íbúakortinu sem þeir geta nálgast á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir