Starfslok sveitarstjóra

15.02 2020 - Laugardagur

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og Þór Steinarsson hafa gert með sér samkomulag um starfslok Þórs.

Þór hóf störf hjá Vopnafjarðarhreppi 1. ágúst 2018 og var 14. febrúar 2020 síðasti dagur Þórs í starfi.

Sveitarstjórn þakkar honum fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Sveitarstjórn vill ítreka að gert var samkomulag um starfslok og hér með leiðrétta rangan fréttaflutning um að Þór hafi sagt upp störfum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir