Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

05.03 2020 - Fimmtudagur

Vopnafjarðarhreppur
Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 -2026, Aðalskipulagsbreyting – fuglaskoðunarhús, landbúnaðarsvæði - fjöldi frístundahúsa á jörðum og hverfisvernd á miðsvæði kauptúnsins.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til fuglaskoðunarhúsa, landbúnaðarsvæða og ákvæða um fjölda frístundahúsa á jörðum og hverfisverndar á miðsvæði kauptúnsins.

Breytingarnar snúa að eftirtöldum þáttum: fuglaskoðunarhúsum við Nýpslón og í Skiphólma, fjölda frístundahúsa á jörðum og hverfisverndar á miðsvæði kauptúnsins þar sem fyrirhugað er að gera áætlun um verndarsvæði í byggð.
Aðalskipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 Vopnafirði frá og með fimmtudeginum 27. febrúar nk. til þriðjudagsins 14. apríl 2020. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b 105 Reykjavík og heimasíðu Vopnafjarðarhrepps á sama tíma.


Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðjudagsins 14. apríl 2020. Skila skal athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is til og með 14. apríl 2020.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi

Aðalskipulagsbreyting febrúar 2020
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir