Auglýsingar/tilkynningar

09.07 2020 - Fimmtudagur

Sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun skrifstofu 2020

Á fundi sveitarstjórnar þann 18. júní var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar 2020, verði frá 19. júní, til og með 19. ágúst og mun hreppsráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí verður síðan fimmtudaginn 20. ágúst.

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð dagana 13. júlí til og með 7. ágúst nk. vegna sumar­leyfa starfs­fólks. Hægt er að senda tölvu­póst á netfangið, skrifstofa@vfh.is

03.07 2020 - Föstudagur

Úthlutun bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá

Dregið var úr innsendum umsóknum um bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá í dag, 3.júlí. Úthlutað er fjórum hálfum dögum með eina stöng hver.

30.06 2020 - Þriðjudagur

Veiðidagar hreppsins í Hofsá 2020

Veiðidagar Vopnafjarðarhrepps í Hofsá eru lausir til umsóknar fyrir íbúa Vopnafjarðar.

Vinsamlegast sendið inn umsóknir á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 3.júlí 2020 merkt „Bændadagar 2020”.

Einnig hægt að senda umsókn á netfangið, skrifstofa@vfh.is.

29.06 2020 - Mánudagur

Vopnaskak 2020 - dagskrá

Bæjarhátíðin Vopnaskak hefst í þessari viku.

Hvetjum við alla til að kynna sér skemmtilega og fjölbretta dagskrá og fjölmenna á viðburðina!

16.06 2020 - Þriðjudagur

Breyting á aðalskipulagi - opið hús 24.júní n.k. kl. 16:30-18:00

Vopnafjarðarhreppur auglýsir vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir Þverárvirkjun á vinnslustigi.

05.06 2020 - Föstudagur

Til leigu: Lónabraut 21

Lónabraut 21 er laus til leigu og leigist til tveggja ára.

Fyrir nánari upplýsingar og umsóknir hafið samband við skrifstofu Vopnafjarðarhepps á netfangið skrifstofa@vfh.is

Umsóknarfrestur er til og með 12.júní.

05.06 2020 - Föstudagur

Sumarstörf hjá Vopnafjarðarhreppi

Vopnafjarðarhreppur auglýsir þrjú sumarstörf fyrir nema, sem að lágmarki hafa lokið einu ári í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkistjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa. 

Ráðningartími er frá 15 júní til 28 ágúst í tvo mánuði.

 

17.05 2020 - Sunnudagur

Viðhald á sundlaug

Að gefnu tilefni.
 
Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 24.mars vegna Covid-19 og var tíminn nýttur hjá starfsfólki til að taka vorþrifin og var sundlaugin máluð og fleira viðhaldstengt. Á þessu ári stóð til að endurnýja blöndunartækin og var það alltaf á áætlun í maí.
Vegna skólasunds sem er búið að vera í gangi síðan 5.maí þá var ekki hægt að fara í endurnýjun blöndunartækja fyrr en á morgun, 18.maí og þykir okkur miður að fólk geti ekki farið í sund strax á morgun en það verður notalegt að fara í góðar sturtur um leið og opnar.
 
Vil líka minnast á að það er erfitt að manna sundlaugina. Einn starfsmaður er farinn aftur til Spánar og tveir starfsmenn sem munu starfa hér í sumar eru á leið til landsins en þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
 
Vonandi getur fólk skilið þetta og allir koma kátir í sund von bráðar :) Það er enginn að leika sér að því að loka lauginni og seinka opnun.
 
Með vinsemd og virðingu.

07.05 2020 - Fimmtudagur

Atvinna leikjanámskeið

Vopnafjarðarhreppur og félagsmiðstöðin Drekinn auglýsir:

Starfsmaður óskast frá 8.júní til 3.júlí til að aðstoða við leikjanámskeið.
Starfshlutfallið er 30%. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður og hafa gaman af því að vinna með börnum.

Mjög fjölbreytt starf!

Aldurstakmark er 18 ára
Allar upplýsingar veitir Tóta í síma 893-1536 eða á netfanginu thorhildur@vopnafjardarhreppur.is

30.04 2020 - Fimmtudagur

Líkamsræktartæki til leigu


13 - 22 af 71
1 2 3 4 5 6 7 8 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir