Auglýsingar/tilkynningar

07.05 2020 - Fimmtudagur

Atvinna leikjanámskeið

Vopnafjarðarhreppur og félagsmiðstöðin Drekinn auglýsir:

Starfsmaður óskast frá 8.júní til 3.júlí til að aðstoða við leikjanámskeið.
Starfshlutfallið er 30%. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður og hafa gaman af því að vinna með börnum.

Mjög fjölbreytt starf!

Aldurstakmark er 18 ára
Allar upplýsingar veitir Tóta í síma 893-1536 eða á netfanginu thorhildur@vopnafjardarhreppur.is

30.04 2020 - Fimmtudagur

Líkamsræktartæki til leigu

22.04 2020 - Miðvikudagur

Uppbygging almennra íbúða í Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur sótt um og fengið úthlutað stofnframlagi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun til uppbygginar 6 íbúða í Vopnafirði. Stofnframlagið skal nýta til að reisa almennar íbúðir í samræmi við lög um almennar íbúðir. Sjá nánari upplýsngar í kynningunni hér fyrir neðan.

14.04 2020 - Þriðjudagur

Atvinna - Sumarafleysingar í Sundabúð

Starfsfólk óskast til sumarafleysinga  á hjúkrunardeild Sundabúðar.

02.04 2020 - Fimmtudagur

Auglýsing vegna sýnatöku

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

Sýnataka fer fram á eftirtöldum stöðum:

  • Egilsstaðir: Samfélagssmiðjan Miðvangi 31
  • Reyðarfjörður: Molinn Hafnargötu 2 (gengið inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi)

 Bókun hefst kl. 15 í dag og fer fram með því að skrá sig hér:

bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

bokun.rannsokn.is/q/egils

 Að lokinni skimun verður svar birt á vefnum heilsuvera.is

Hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir.

23.03 2020 - Mánudagur

Lokanir stofnana Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubannsins sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn 16. mars s.l.

Viðburðir þar sem einstaklingar koma saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður frá og með aðfaranótt þriðjudags, 24. mars næstkomandi.

Þessi tilmæli hafa í för með sér að sundlaug, íþróttahús og félagsmiðstöðin Drekinn munu loka á morgun, en takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.

 

Stofnanir sem loka eru eftirfarandi:

  • Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps
  • Sundlaugin Selárdal
  • Félagsmiðstöðin Drekinn
  • Bókasafnið

20.03 2020 - Föstudagur

Auglýsing fyrir Bakvarðasveit Sundabúðar

Frá Hjúkrunarheimilinu Sundabúð

 

Kæru Vopnfirðingar

 

Faraldurinn COVID-19 breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum og fjarvistum frá vinnu.

Í ljósi þessa hefur Hjúkrunarheimilið Sundabúð ákveðið að auglýsa eftir einstaklingum í Bakvarðasveit Sundabúðar til að vera til taks ef þörf krefur.

Um er að ræða vinnu við aðhlynningu aldraðra, næturvaktir í þvottahúsi, vinna í mötuneyti og ræstingu. 

Leitað er eftir fólki sem getur skuldbundið sig tímabundið eftir samkomulagi.

20.03 2020 - Föstudagur

Viðbragðsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Vopnafjarðarhreppur hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum eins og kynnt hefur verið.

17.03 2020 - Þriðjudagur

Skert opnun í íþróttahúsi vegna samkomubanns

Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps verður með skertan opnunartíma þar til annað kemur í ljós og falla þar með allir hópatímar í sal niður ásamt því að tækjasalur verður með skertan opnunartíma. Tækjasalurinn verður opinn með því sniði að einstaklingar bóka sér tíma í tækjasalinn og verður fjöldatakmörkun í salinn. Þetta er gert til að tryggja þrif á milli notkunar tækja.
Sturtur, búningsklefar, ljósabekkur og gufa verður lokað á meðan samkomubanninu stendur. Þetta er gert til að fyrirbyggja smit þar sem íþróttahúsið er með marga snertifleti og er aðalsamkomuhús bæjarins.

16.03 2020 - Mánudagur

Vegna samkomubanns og takmarkana stjórnvalda

Í dag hófst samkomubann á Íslandi vegna Covid-19 veirunnar og hafa stjórnendur Vopnafjarðarhrepps verið að vinna að útfærslu viðbragða- og aðgerðaráætlana miðað við þær upplýsingar sem okkur hafa borist í ljósi þess.


Í dag, mánudaginn 16.mars, er starfsdagur í leikskólanum og skólanum og íþróttahúsið er einnig lokað og munum við leggja línurnar fyrir tímann fram að páskum. Mesta áskorunin er lögð á herðar skólanna tveggja en mikilvægt er að allar stofnanir tileinki sér vinnubrögð í samræmi við útgefnar takmarkanir á samgangi.
Í aðgerðaáætlunum leitum við leiða til þess að minnka líkur á því að heill vinnustaður þurfi að fara í sóttkví. Margt er hægt að gera til að minnka líkurnar á því að smitið taki samtímis til margra starfsmanna eða allra starfsmanna sem sinna sömu verkefnum. Samkomu- og samgangstakmarkanir ásamt tveggja metra reglunni minnka líkur á hópsmitum.
Áfram hvetjum við íbúa Vopnafjarðarhrepps til að fara að öllu eftir fyrirmælum fagfólks okkar og reglum sem settar hafa verið hjá Almannavörnum en huga samt að andlegri og líkamlegri heilsu og hafa jákvæðnina í fyrirrúmi.


23 - 32 af 73
1 2 3 4 5 6 7 8 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir