Fréttir

01.08 2020 - Laugardagur

AFLÝST! Kammersveitin Elja í Miklagarði, sunnudaginn 2.ágúst kl. 20:00

Ath! Tónleikunum hefur verið aflýst!
Kammersveitin Elja kemur fram í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði um verslunarmannahelgina sunnudaginn 2. ágúst kl. 20.
Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri.
Hægt verður að kaupa miða við hurð.
Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaferð sveitarinnar um landið

31.07 2020 - Föstudagur

Hertar reglur vegna Covid-19

Á hádegi í dag, 31. júlí taka gildi hertar samkomu­reglur vegna Covid-19 sem nánar má sjá hér.

Samkomu­bann miðast nú við 100 full­orðna einstak­linga og hvar þar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi er skylt að viðhafa þá reglu að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstak­linga.

09.07 2020 - Fimmtudagur

Sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun skrifstofu 2020

Á fundi sveitarstjórnar þann 18. júní var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar 2020, verði frá 19. júní, til og með 19. ágúst og mun hreppsráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí verður síðan fimmtudaginn 20. ágúst.

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð dagana 13. júlí til og með 7. ágúst nk. vegna sumar­leyfa starfs­fólks. Hægt er að senda tölvu­póst á netfangið, skrifstofa@vfh.is

08.07 2020 - Miðvikudagur

Vel heppnuð vígsla Vallarhúss 4 júlí.

Þann 4. júlí síðastliðinn fór fram formleg vígsla á glæsilegu vallarhúsi Vopnafjarðarhrepps sem stendur við knattspyrnuvöll Vopnfirðinga.

03.07 2020 - Föstudagur

Úthlutun bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá

Dregið var úr innsendum umsóknum um bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá í dag, 3.júlí. Úthlutað er fjórum hálfum dögum með eina stöng hver.

30.06 2020 - Þriðjudagur

Veiðidagar hreppsins í Hofsá 2020

Veiðidagar Vopnafjarðarhrepps í Hofsá eru lausir til umsóknar fyrir íbúa Vopnafjarðar.

Vinsamlegast sendið inn umsóknir á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 3.júlí 2020 merkt „Bændadagar 2020”.

Einnig hægt að senda umsókn á netfangið, skrifstofa@vfh.is.

29.06 2020 - Mánudagur

Vopnaskak 2020 - dagskrá

Bæjarhátíðin Vopnaskak hefst í þessari viku.

Hvetjum við alla til að kynna sér skemmtilega og fjölbretta dagskrá og fjölmenna á viðburðina!

19.06 2020 - Föstudagur

Auglýsing um kjörfund vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 27. júní 2020.

Kjörstaður í Vopnafjarðarhreppi verður í Félagsheimilinu Miklagarði.

Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og honum lýkur klukkan 18:00.

16.06 2020 - Þriðjudagur

Framlagning kjörskrár í Vopnafjarðarhreppi vegna forsetakosninga 27. júní 2020

Kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara 27. júní 2020 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps frá og með 16. júní til og með 26. júní  nk. á almennum skrifstofutíma. 

16.06 2020 - Þriðjudagur

Breyting á aðalskipulagi - opið hús 24.júní n.k. kl. 16:30-18:00

Vopnafjarðarhreppur auglýsir vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir Þverárvirkjun á vinnslustigi.


13 - 22 af 2257
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir