Íbúaþingi haldið áfram – Veljum Vopnafjörð!

21.06 2016 - Þriðjudagur

Miðvikudaginn 15. júní sl. var íbúaþingi framhaldið og rétt eins og á þinginu sjálfu í apríl var mæting íbúa með ágætum – á tíma þar sem fjöldi fólks er af staðnum farið vegna sumarfría. Eru aðstandendur eðlilega ánægðir og stoltir yfir þeim augljósa áhuga sem hér ríkir og er hvati til góðra verka á komandi ári og árum. Markmiðið var að fá sem flesta að þinginu og sá fjöldi sem mætt hefur gefur tilefni til bjartsýni. Verkefnið, sem fékk það viðeigandi heiti Veljum Vopnafjörð, er sett þannig upp að standi í eitt ár en líkt og fram kom á framhaldsþinginu munu verkefni sem vænlegust eru halda áfram og skila vonandi af sér afurð. Það er auðvitað lykillinn að árangri að við höfum fulla trú á því sem við erum að gera. Bjartsýnin sem ríkir innan hópsins og áhuginn grundvallar framhaldið.

IMG_0537.JPGVerkefnastjórn hefur fundað á milli þinga og hafði komið sér saman um að nokkrar tilteknar hugmyndir skyldu unnar áfram en allar sem fram komu verða áfram til staðar. Hugmyndir/verkefni sem valin voru umfram önnur kynnti verkefnastjórnin og voru til umræðu. Nánar verður verknefnin fjallað síðar en á það var lögð áhersla að þeir þátttakendur sem skráðu sig á hlutaðeigandi verkefni eiga framundan vinnu við þróun þess. Horft til haustsins fyrir næsta fund en ef að líkum lætur verður fátt aðhafst allra næstu vikur en þegar sumri tekur að halla verður hóað í mannskapinn og spennandi vinnan hefst.

Tíðindamaður er virkur þátttakandi í verkefninu og er stoltur af því, hann var með myndavélina hendi nærri nú sem fyrr og tók meðfylgjandi myndir af framhalds íbúaþingi Vopnfirðinga.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir