Vopnaskak 2016 hefst miðvikudaginn 29. júní

22.06 2016 - Miðvikudagur

Eftir nákvæmlega eina viku hefst bæjarhátíðin Vopnaskak. Rétt eins og á sl. ári – og raunar um langt árabil – stendur mikið til. Dagskráin er myndarleg og ljóst að Vopnfirðingar og gestir munu hafa í nógu að snúast hyggist þeir nýta sér það sem í boði er. Má gera ráð fyrir að það muni fólk einmitt gera því það er gömul saga og ný að allt byggist þetta á þátttöku íbúa og gesta. Meðfylgjandi er dagskráin eins og hún lítur út á þessari stundu en þegar nær dregur verða atburðum gerð nánari skil, t.a.m. hvar súpu verður að finna á laugardagskvöldinu 02. júlí. Dagskrána má síðan finna áfram hér á síðunni undir „Íþróttir og menning“ – Vopnaskak.

Dagskrá Vopnaskaks 2016


Miðvikudagur 29. júní
Vopnfirðingar skreyta kauptúnið og sveitina.IMG_2802.JPG
Appelsínugult: Skálanesgata, Kolbeinsgata og Miðbraut
Grænt: Lónabraut, Fagrihjalli, Hafnarbyggð
Blátt: Holt og Hamrahlíð  
Bleikt:  Sveitin
Hver vinnur farandsteininn fyrir best skreytta hverfið í ár.  Og hver verður með flottustu fígúruna?

10:00 - 00:00        Selárdalslaug
Sundlaugin er opin fram að miðnætti. Frítt í sund. Eva Ingólfsdóttir fiðluleikari leikur nokkur lög eftir kl. 22:00.
List án landamæra, sýning í sundlaug opnuð og verður opin alla daga Vopnaskaks á opnunartíma sundlaugar.

10:00 – 15:00        Vopnafjarðarskóli
Sirkusnámskeið fyrir börn, Sirkus Íslands  

16:00 - 18:00        Safnaðarheimili VopnafjarðarkirkjuBörn að leik.jpg
Opnun ljósmyndasýningar Olgu Helgadóttur. Ljósmyndasýningin er opin alla daga Vopnaskaks frá 15:00- 17:00?
„Olga sýnir tvær ljósmyndaraðir sem virðast við fyrstu sýn ótengdar. Þegar við hugum nánar að sjáum við myndir hennar og myndskeið af börnum að leik í náttúrunni og sársaukafylltar myndir hennar af móður sinni í baráttu við ólæknandi hrörnunarsjúkdóm mynda samfellda og vægðarlausa könnun á lífinu og þeim tilvistarspurningum sem hvert okkar þarf að svara. Í myndum hennar af móður sinni sjáum við hvernig sjúkdómurinn tekur yfir líf hennar en við sjáum líka hlýtt brosið lýsa upp andlit hennar þegar litla barnabarnið kemur í heimsókn. Um leið og við skoðum síðustu myndirnar þar sem móðirin er látin og rúmið hennar stendur loks autt, skynjum við hvernig framtíðin er að verða til í leikjum barnanna. Hér höfum við hringrás lífsins sem er bæði harmræn og full af von. Óbætanlegur missir vegur salt við loforð um nýjar kynslóðir.“ Jón Proppé listfræðingur.

17:00         Sundabúð-efri hæð
Opnun myndlistasýningar listahóps Vopnafjarðar auk verka eftir Eddu Heiðrúnu Backmann. Eva Ingólfsdóttir fiðluleikari leikur nokkur lög.
Myndlistasýningin er opin alla daga Vopnaskaks milli kl. 14:00 og 18:00.

17:30         Kaupvangur
Ratleikurinn „Kolbeinn ungi“    
Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.  Fyrstu verðlaun í boði Kaupvangskaffis fyrir hópinn.
20:00        Miklagarði
Pub quiz Einherja. Aðgangseyrir 1000 kr.

Fimmtudagur 30. júní
10:00        Hjáleigan við Minjasafnið á Bustarfelli
Opnun ljósmyndasýningar Rakelar Steinarsdóttur „Óbærilegur léttleiki kartöfluútsæðis“. Ljósmyndasýningin verður opin alla daga Vopnaskaks frá 10:00- 17:00

10:00 – 15:00       VopnafjarðarskóliSirkus Íslands - 1.jpg
Sirkusnámskeið fyrir börn, Sirkus Íslands

16:00        Lónabraut 21, bílskúr
Ljósmyndasýning Ólafs Áka Ragnarssonar „151 fjall“.
Ljósmyndasýningin er opin alla daga Vopnaskaks frá 14:00- 18:00

19:45 – 23:00        Félagsmiðstöðin Drekinn
Bíó, leikir, spil, fjör og gaman fyrir börnin. Góðgæti selt á staðnum. Aðgangseyrir 500 kr.  Opið  fyrir 5 ára og eldri (fædd 2011 eða fyrr).  Viðburðurinn er fjáröflun fyrir ungmennaskiptaverkefnið girls4girls.

15:00-18:00        Vopnafjarðarskóli
Sápurennibraut, umsjónarfólk á staðnum

20:30         Íþróttahús
Hagyrðingakvöld, húsið opnar kl. 19:45
Stjórnandi:
Birgir Sveinbjörnsson
Hagyrðingar:
Pétur Pétursson - Hjálmar Freysteinsson - Andrés Björnsson - Hrönn Jónsdóttir - Björn Ingólfsson. Erla Dóra Vogler og Jón Hilmar Kárason verða með tónlistaratriði.
Aðgangseyrir 3500 kr.

Föstudagur 1.júlí
10:00 –  15:00    Vopnafjarðarskóli
Sirkusnámskeið fyrir börn, Sirkus Íslands13483022_10153662860372135_2795756548774658029_o.jpg

10:00 –  15:00    Við Ásbryggju og í Kaupvangi
Hirðfíflin nytjamarkaður
Véla og tækjasafn Vopnafjarðar
Múlastofa
Vesturfarinn
Handverkshús Vopnafjarðar  

16:00 – 17:00         Á bryggjukantinum fyrir neðan Bílar og vélar
Dorgveiðikeppni í boði Ollasjoppu og Bíla og véla sem veita verðlaun.
Tveir flokkar: 13 ára og yngri, 14 ára og eldri. Skráning í Ollasjoppu.
17:00        Síreksstaðir
Pizzahlaðborð á veitingahúsinu „Hjá okkur“ á Síreksstöðum. Takmarkað sætaframboð.  Vinsamlega pantið fyrir miðnætti daginn áður, þann 30 júní 2016.

20:00 – 23:00        Félagsmiðstöðin Drekinn
Bíó, leikir, spil, fjör og gaman fyrir börnin. Góðgæti selt á staðnum. Aðgangseyrir 500 kr. inn fyrir 5 ára og eldri (fædd 2011 eða fyrr).  Viðburðurinn er fjáröflun fyrir ungmennaskiptaverkefnið girls4girls.

21:00        Mikligarður
Stórtónleikar Todmobile . Einungis 250 miðar í boðiTodmobile - 5.jpg
Húsið opnar kl.  20:00  Aðgangseyrir: 4500 kr.

Laugardagur 2. júlí
09: 30         Skálavöllur
Golfmót Vopnaskaks
Skráning hjá Emmu í síma 860 6815
Verslunin Kauptún veitir vegleg verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti.
10:00        Síreksstaðir
Gönguferð inn að eyðibýlinu Hraunfelli í Sunnudal með leiðsögn heimafólks.  Kaffi og með því að gönguferð lokinni. Verð 1500 kr. pr. einstakling.

11:00 – 14:00        Miðbær - Plássið
Markaðstorg og hoppukastalar opna.

12:00-13:00        Útisvið2ea48d61-b65a-4a78-b86c-83f9c57440cc_L.jpg
Sirkus Íslands með sýningu
Fjölbreytt tónlistaratriði

14:00         Vopnafjarðarvöllur - Íslandsmót karla, 3. deild.
Leikur Einherji gegn Vængjum Júpiters í Íslandsmótinu á heimavelli sínum. Vængir Júpiters er eitt toppliða deildarinnar, mætum og styðjum okkar menn!
Sirkus Íslands heilsar uppá vallargesti.

18:30- 20:30
Kjötsúpukvöld í hverfum

22:30    Frá Vopnafjarðarskóla, Miklagarði og Ollasjoppu.Sniglabandið - 1.jpg
Sundleið með ferðir upp í Staðarholt
Verð: 500 kr. pr./einstakling.

23:00         Staðarholt
Hofsball
16. ára aldurstakmark, árið gildir. Aðgangseyrir: 3500 kr.
Hljómsveitin Sniglabandið spilar fyrir dansi.

Sunnudagur 3. júlí
13:00 – 16:00            BustarfellBustarfellsdagurinn 2012 186.JPG
Bustarfellsdagurinn. Í ár minnumst við þess að 50 ár eru liðin frá því að síðast var búið í bænum. Ljósmyndasýning verður á lofti yfir skemmu þar sem sýndar verða myndir frá Bustarfelli á meðan enn var búið í bænum.  Gamlar verkhefðir verða sýndar, kaffisopi og lummur í baðstofunni, rúgbrauð og hangikjetsflís í hlóðareldhúsinu, þjóðlagasöngvarar frá Siglufirði í tjaldinu, útileikir/keppnir ef veður leyfir og margt margt fleira.
Kaffihlaðborð í kaffihúsinu Hjáleigunni. 1.500 kr. fyrir fullorðna, 750 kr. fyrir börn 6-12 ára, frítt fyrir yngri en 6 ára.

20:30 Mikligarður
Eva Mjöll Ingólfsdóttir flytur nýsköpuð verk um álfa, trōll og eldgos. Að auki leikur hún verk sem samið er sérstaklega fyrir Djúpavog með vídeó-verki og Indigo nótt frá Stykkishólmi og gullfallega sálma úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands. Aðgangseyrir; 1.500 kr.

     Í boði hjá Heilun á Vopnaskaki verður meðal annars: bak og axlarnudd, reiki, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun, höfuðnudd, fótadekur og dömudekur. Lyngholt (Miðbraut 13) sími 862-2428 hringja/SMS eða á Facebook síðu Heilunar ehf.

     Handverkshús Vopnafjarðar verður opið frá 13:00 til 18:00 alla daga Vopnaskaks.

     Aukaopnun verður í verslun á ÁTVR á Vopnafirðir laugardaginn 2. júlí milli kl. 12:00 og 14:00

     Tilboð  er á gistingu í Syðri-Vík vegna Vopnaskaks. Nánari upplýsingar má fá í símum 473-1199 og 869-0148

     Allskonar tilboð verða í gangi í Ollasjoppu alla daga Vopnaskaks.

     Hótel Tangi býður uppá tilboð á gistingu vegna Vopnaskaks. Nánari upplýsingar í síma 473-1203 og á tangihotel@simnet.is

     Hvammsgerði – Bed and Breakfast – býður 15% afslátt af gistingu með morgunverði, í hjóna- eða tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, Vopnaskaksdagana 29.júní til 3.júlí 2016.  Frítt Wi-Fi, kaffi og te.  Dýrin vappa um á hlaðinu og andrúmsloftið er heimilislegt.
             Bókið gistingu á www.hvammsgerdi.is eða með tölvupósti á stay@hvammsgerdi.is
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir