Menningarstyrkir til umsóknar

06.04 2017 - Fimmtudagur

Menningarmálanefnd Vopnafjarðarhrepps auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfrest til og með 1. maí 2017. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi. Umsækjendur verða að tengjast Vopnafirði með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram á Vopnafirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi á Vopnafirði. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir fyrir 1. júní 2017.

 

Umsækjendur er hvattir til að kynna sér Reglur um úthlutun menningarstyrkja Vopnafjarðarhepps  á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar má jafnframt sækja umsóknareyðublað. Umsækjendur geta fengið aðstoð við útfyllingu eyðublaðsins hjá ferða- og menningarfulltrúa Vopnafjarðarhepps í Kaupvangi.

 

Tenglar

Eftirleiðis verða styrkir þessir auglýstir til umsóknar árfjórðungslega á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

Umsóknir sendist til:

Vopnafjarðarhreppur – Menningarstyrkir Kaupvangi, Hafnarbyggð 4a, 690 Vopnafjörður eða á netfangið fanney@vopnafjardarhreppur.is

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir