Ferðamálasamtök Vopnafjarðar

10.04 2017 - Mánudagur

Ferðamálasamtök Vopnafjarðar sendu frá sér fréttabréf í sl. viku, sitt fyrsta með m.a. kynningu á félaginu og standa vonir til að fréttabréf komi árlega héðan af. Í öndverðu bréfinu segir að Ferðamálasamtök Vopnafjarðar (FV) séu klasi, þ.e. samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu, að markmiði að stuðla að samvinnu ferðaþjóna á Vopnafirði við ímyndarsköpun og áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. FV voru stofnuð árið 2011 og hélt sinn sjötta aðalfund á þessu ári en samtökin telja nú um 20 aðildarfélaga en ekki eru allir skráðir í þau sem að ferðamálum koma í Vopnafirði – vonir standa til að það muni breytast.

 

Í fréttabréfinu sem telur 6 bls. í A4 broti er frá ýmsu greint sem vert er að kynna sér. Meðfylgjandi fréttinni er í pdf-formi að finna fréttabréfið í heild sinni en stjórn FV sem kosin var á aðalfundi félagsins þann 14. mars sl. eru:

 

Biotope 1.jpgSteinunn B. Aðalsteinsdóttir formaður; Sigríður Bragadóttir varaformaður; Árni Birna Vatnsdal gjaldkeri; Stefán Grímur Rafnsson ritari; Margrét Arthúrsdóttir varamaður; Cathy Joesephson og Guðjón Böðvarsson skoðunarmenn.

 

Árgjald félagsins er hóflegt eða 3.000 kr. og ávallt er hægt að hafa samband við Steinunni formann í tölvupósti á stay@hvammsgerdi.is Stjórn fundaði með verkefnastjórn „Veljum Vopnafjörð“ sem kom með hugmyndir að ferðaþjónustu í framhaldi af íbúafundum sem hér voru haldnir. Samstarf FV hefur frá upphafi verið gott við sveitarfélagið en eitt athygliverðra verkefna sem vert er að nefna er samvinna við norsku hönnunarstofuna Biotope sem hefur sérhæft sig í hönnun fuglaskoðunarhúsa um árabil og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir. Settar hafa verið fram hugmyndir um fuglaskoðunarhús í Skiphólma og miðar hönnun Biotope að því.

Fréttabréf FV 2017.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir