Opnun íþróttamannvirkja um páska

11.04 2017 - Þriðjudagur

Páskahátíðin er framundan en hátíðin er ein af aðalhátíðum gyðinga og mesta hátíð í kristnum sið. Upphaflega kemur orðið af hebreska orðinu pesaḥ sem þýðir „fara framhjá“, „ganga yfir“ en kom inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Um hátíð sem þessa verður ekki hjá því komist að haga opnun opinberra stofnana, verslana o.s.frv. með tilliti til hinna helgu daga - hér varðar málið opnun íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, Selárlaugar og íþróttahússins. Hér að neðan er opnunina að finna.


Selárlaug:

Skírdagur 13. apríl – opið milli kl. 10:00 - 12:00

Föstudagurinn langi 14. apríl – lokað

Laugardagur 15. apríl – opið milli kl. 10:00 – 16:00

Sunnudagur 16. apríl, páskadagur – opið milli kl. 13:00 - 16:00

Mánudagur 17. apríl, annar dagur páska – opið milli kl. 12:00 – 16:00

Þriðjudagur 18. apríl – lokað

 

Íþróttahús:IMG_1430.JPG

Skírdagur 13. apríl – lokað

Föstudagurinn langi 14. apríl – lokað

Laugardagur 15. apríl – opið milli kl. 10:00 – 14:00

Sunnudagur 16. apríl, páskadagur – lokað

Mánudagur 17. apríl, annar dagur páska – opið milli kl. 09:30 – 12:30

Þriðjudagur 18. apríl - venjubundin opnun

 

Athygli er hér með vakin á þessu.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir