Verkefnið Veljum Vopnafjörð – litið yfir árið

12.04 2017 - Miðvikudagur

Á íbúaþinginu í apríl 2016, sem markaði upphafið að verkefninu „Veljum Vopnafjörð“, var það „Fjölgun ungs fólks 20 – 40 ára“ sem þátttakendur töldu allra mikilvægast.

 

Þetta hefur verkefnsstjórn haft að leiðarljósi, það ár sem henni hefur verið falið að fylgja skilaboðum þingsins eftir. Lögð hefur verið áhersla á að vinna með frumkvöðlum og sérstaklega með ungu fólki. Auk þess hafa ýmis verkefni, sem falla að skilaboðum þingsins verið sett af stað og þau ýmist í höndum frumkvöðla, Austurbrúar eða Vopnafjarðarhrepps.

 

Nýverið samþykkti verkefnisstjórn Stefnuplagg sem hefur að geyma það sem hefur verið gert og það sem gert verður á næstunni. Hér er einfaldleikinn hafður að leiðarljósi og einungis sett inn verkefni sem nokkur vissa er um að geta orðið að veruleika.

 

Verkefninu lýkur með málþingi þann 27. apríl næstkomandi, en verkefnisstjórn mun skila af sér á fundi með sveitarstjórn næsta haust í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Vopnafjarðarhrepp. Eftir þann fund verður til önnur útgafa af Stefnuplagginu og verður hún jafnframt birt hér á vefnum. 

Hér að neðan er Stefnuplaggið ásamt auglýsingu málþingsins að finna:

Stefnuplagg-2017-170410.pdf

Veljum Vopnafjo¨rð_Ma´lþing.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir