Gísli á Uppsölum á Vopnafirði

18.04 2017 - Þriðjudagur

Kómedíuleikhúsið mun sýna leikverkið Gísli á Uppsölum í félagsheimilinu Miklagarði á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk. kl. 20:00. Um er að ræða 50 mínútna sýningu og er miðaverð kr. 3.500. Að sýningu lokinni býðst gestum að spjalla við leikarann og höfundinn Elfar Loga Hannesson. Hefur verkið hlotið mikið lof gagnrýnenda en um er að ræða merkilegt leikverk um einstakan mann sem Elfar Logi túlkar með eftirtektarverðum hætti. Veitir Elfar Logi innsýn í líf og huga einbúans í Selárdal og spilar á allan tilfinningaskalann í næmri túlkun sinni. Á því leikur ekki vafi að um áhrifamikla sýningu er að ræða sem hefur hreyfir við áhorfandanum.

Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997. Leikhúsið hefur sett á svið fjölmörg og fjölbreytt leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast Vestfjörðum á einn eða annan hátt. Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að einleikjum sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Í þessu samhengi má nefna Muggur, 2002, Steinn Steinarr, 2003, verðlaunaleikinn Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Bjarni á Fönix, 2010, Jón Sigurðsson strákur að vestan, 2011 og Fjalla-Eyvindur, 2013.

 

Kómedíuleikhúsið - Gísli á Uppsölum.jpgKómedíuleikhúsið er ekki einhæft og hefur einnig sett á svið nokkra tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikina Ég bið að heilsa, 2007,Þorpið, 2009 og barnaljóðaleikinn Halla, 2014. Hápólitíski gamanleikurinn Heilsugæslan, 2009, sló í gegn og var sýndur um land allt við miklar vinsældir. Viðmesta uppfærsla leikhússins er án nokkurs vafa Síðasti dagur Sveins skotta, 2010, en þar voru sex leikarar á sviðinu. Að lokum er gaman að geta þess að Kómedíuleikhúsið gefur út hljóðbækur sem bera yfirskriftina Þjóðlegar hljóðbækur. Allar eru þær fáanlegar hér á heimasíðunni sem og í verslunum um land allt.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir