Annars konar námskeið hjá Glófaxa

21.04 2017 - Föstudagur

Hestamannafélagið Glófaxi stendur fyrir reiðnámskeiðum á þessu vori sem þau kjósa að kalla annars konar reiðnámskeið og Else Möller útskýrir nánar í meðfylgjandi texta sem frá henni er kominn.

 

Að sumu leyti eru hestar eins og börn. Ef þeim eru sinnt með ást, umhyggju og aga er meiri líkur á að eiga við þá góð og ánægjuleg samskipti: Bæði knapi og hestur hagnast á samskiptunum.

 

Hestamannafélagið Glófaxi býður í vor upp á námskeiðaröð í hesthúsinu á Refsstað. Á námskeiðinu mun Nina Van Amerongen kenna en Nina hefur dvalið Vopnafirði í nokkurn tíma; verið m.a. í verknámi í Engihlíð og unnið hjá Sláturfélagi Vopnafjarðar.

 

Á fyrsta námskeiðinu, sem var haldið rétt fyrir páska, voru grunnatriði í umgengni við hesta kennd og fjallað um hestamennsku almennt. Ekki var farið á bak og riðið út eins og yfirleitt er gert á hefðbundnum námskeiðum, látið var nægja að þátttakendur kynntust hestinum með því að eiga við hann samskipti standandi í nálægð við hann.

 

Var þátttakendum m.a. kennt hvernig hægt er að fá hestinn til að hlýða með einföldum táknum og leiðbeiningum, hvernig á að hægt er að öðlast traust hestsins o.fl. Aðalmarkmið námskeiðsins er að auka skilning knapans á eðli hestsins; að efla og treysta samband hests og knapa með áherslu á öryggi þátttakandans.

 

Næsta námskeið verður haldið á laugardaginn 22 . apríl nk. og þar sem áherslan verður á samvinnu, gagnkvæma virðingu og traust. Allt miðar að því að treysta böndin milli knapans og hestsins.

 

Meðfylgjandi eru myndir Else Möller í tengslum við fyrsta reiðnámskeiðið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir