Málþing Veljum Vopnafjörð

28.04 2017 - Föstudagur

Líkt og frá var greint hér á heimasíðu Vopnafjarðar skyldi málþing haldið í tengslum við verkefnið Veljum Vopnafjörð og myndi það marka eins konar lok á ferlinu sem hófst fyrir ári síðan. Mikil vinna liggur að baki en allan tímann hefur verkefnastjórn unnið á milli þinga og funda. Á málþinginu sem haldið var í gær í félagsheimilinu Miklagarði voru flutt 4 einkar athyglisverð erindi ungs fólks og að erindum loknum var unnið í hópum.

 

Meðfylgjandi eru fáeinar myndir af málþinginu sem um 50 áhugasamir Vopnfirðingar sóttu. Nánar verður um málið fjallað nk. þriðjudag.

Sláðu á slóðina og sjáðu myndbönd frá þinginu.

https://www.youtube.com/channel/UCSFWpsl38QmgR2zRd4orgKg/videos?view=0&sort=dd&shelf_id=0

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir