Selárlaug opnar á morgun, miðvikudag 10. maí

09.05 2017 - Þriðjudagur

Til sundlaugargesta Selárlaugar.

Til stóð að opna laugina í dag, þriðjudaginn 09. maí, en af orsökum sem ekki voru séðar fyrir verður enduropnun frestað um einn sólarhring. Mun Selárlaug opna á morgun kl. 14:00 og gildir vetraropnun til 14. maí nk. en þann 15. tekur við sumaropnun.

Hins vegar má búast við að sundlaugarfestir muni búa við sama opnunartíma og að vetri þar eð allar líkur eru á að sundnámskeið grunnskólabarna hefjist þann dag og stendur fram í júní. Ber því að fagna að ungviðið skuli fá loksins tækifæri til sundnáms en það hefur ekki verið í boði í vetur í landi þar sem sund er skylda í námi grunnskólabarna.

-Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir