Veðrabrigði

10.05 2017 - Miðvikudagur

Veðrið hefur leikið við landann um nokkurt skeið en útlit fyrir að hlé verði á veðurblíðunni um stundarsakir. Gróður er kominn mun lengra á veg en við eigum að venjast á Austurlandi öllu jafna og tók miklum breytingum á einni viku í byrjun maímánaðar. Veðrabrgiði eru tíð á Íslandi og nú hefur blíðan kvatt að sinni og samkvæmt Veðurstofunni er tælplega ferðaveður á landinu. Í morgun var hitinn innan við 3°C á Skjaldþingsstöðum en ekki er reiknað með að frjósi á láglendi. Veðrið er farið að versna og orðið hvasst á Vestfjörðum en mun vera ívið hlýrra en búist var við. Er von á stormi víða á landinu í dag og þegar tekið að grána á heiðum og fjöllum víða um landið.

 

Spáð er vaxandi norðaustanátt og kólnandi. Stormur með slyddu eða rigningu norðan til en yfirleitt rigningu um landið sunnanvert. Víða snjóar til fjalla, einkum á Vest- og Austfjörðum, og geta færð og skyggni spillst skyndilega. Fólki er bent á að fylgjast náið með fréttum af færð og veðri, segir í viðvör­un á vef Veðurstofunnar, einkum ef það hyggst fara á milli landshluta. Þeir sem komnir eru á sumardekkin hafi einkum varann á sé ætlunin að ferðast um fjallvegi næstu dagana.

 

Hitastig á fjallvegum er þegar komið um og undir frostmark og fellur því öll úrkoma þar sem slydda eða snjókoma. Því er betra að ana ekki af stað út í óvissuna því stutt er í að bæti í úrkomuna. Búist er við heldur minni vindi á morgun og dregur úr ofankomunni fyrir norðan og austan en lengst af þurrt um landið vestanvert. Ekki er gert ráð fyrir að hlýni fyrr en um helgina, næstu daga verður svalt þar sem kaldast verður eða frá 0-4°C meðan þeir sem njóta betra veðurs geta vænst allt að 14°C þennan kuldakafla sem stendur líklega fram til mánudags.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir