Sundkennsla hefst í Selárlaug mánudaginn 15. maí nk.

12.05 2017 - Föstudagur

Frá og með mánudeginum 15. maí nk. er komin á sumaropnun Selárlaugar og samkvæmt henni er laugin opin í 12 klukkustundir alla daga vikunnar, frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Er athygli vakin á að sú breyting verður á opnun að dagana 15. til og með 19. maí að laugin opnar fyrir laugargesti kl. 15:00 þar eð hún er upptekin vegna sundkennslu grunnskólanema. Er fólk beðið um að hafa þetta í huga og eins að námskeið heldur áfram út mánuðinn allt fram í miðjan júní miðað við áætlun skólans, sbr. neðangreint.

 

Miðar áætlun skyldusunds við eftirfarandi:

 

Dagana 15. – 19. maí er kennt alla daga tímabilsins

Dagana 22. – 26. maí er kennt tvo daga, miðvikudaginn 24. og föstudaginn 26. maí.

Dagana 29. maí – 02. júní er kennt alla daga tímabilsins

Síðan er kennt 08. og 09. júní en dagarnir 12. – 16. júní eru til skoðunar.

 

Eru sundlaugargestir beðnir um að sýna málinu skilning og taka fullt tillit til þarfa Vopnafjarðarkóla hér að lútandi.

 

-Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir