Vitafélagið – íslensk strandmenning – málþing á Vopnafirði

15.05 2017 - Mánudagur

Vitafélagið – íslensk strandmenning boðar til málþings í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 20. maí nk. Hefst málþingið kl. 14:00 og stendur yfir í um 3 klukkustundir með þátttöku Vopnfirðinga en dagskrá þingsins er að finna hér fyrir neðan. Vitafélagið – íslensk strandmenning var stofnað þann 26. apríl 2003 með það að markmiði að efla áhuga og vitund fólks um þann auð sem er að finna við strendur landsins. Eftir nokkrar vangaveltur stofnfélaga, sem voru um 60, var ákveðið að félagið fengi heitið Íslenska vitafélagið, sem síðar breyttist í núverandi nafn.

 

Hugmyndin er að vitinn sé vörður lífs og fengi nú það hlutverk að auki að varðveita strandmenninguna. Ástæða nafngiftarinnar var einnig vissan um að nafnið fengi athygli, allir vita hvaða hlutverki vitinn gegnir á meðan orðið strandmenning var með öllu óþekkt í íslenskri tungu.

 

Strandmenning er nýyrði sem Vitafélagið hefur kynnt og lagt áherslu á í allri sinni starfsemi. Á meðal stofnfélaga Vitafélagsins eru; Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd, sem nú hafa verið sameinaðar í Minjastofnun Íslands, Siglingastofnun, Síldarminjasafnið og Þjóðminjasafnið auk einstaklinga. Síðan hafa bæst við atvinnuþróunarfélög, söfn og félög auk fjölda einstaklinga.

 

Vitar -4.jpgFrá upphafi var meginmarkmið félagsins að efla vitund Íslendinga um þau miklu menningarverðmæti sem liggja í og við strendur landsins.

 

Í lögum félagsins voru markmið þess skilgreind þannig:

• auka áhuga og þekkingu á vitum og öðrum strandminjum.

• vinna að söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga um vita og strandminjar.

• stuðla að verndun vita og strandminja sem mikilvægum hluta af menningararfi þjóðarinnar.

• stuðla að fjölbreytilegri notkun vitans og annarra strandminja sem samrýmist verndun og sögu viðkomandi staðar.

• koma á samvinnu við minjasöfn og aðrar opinberar stofnanir.

• koma á samvinnu við erlend strandmenningarfélög, vitafélög og stofnanir með sambærileg markmið. Markmið félagsins er einnig að viðhalda handverki og annarri þekkingu á sviði strandmenningar með verndun og nýtingu hennar að leiðarljósi, til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar.

 

Málþing í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju:

 

Hafið, fjaran og fólkið

Málþing í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju laugardaginn

20 maí kl 14:00

 

Kl. 14:00-14:30                 Kynning á Vitafélaginu-íslensk strandmenning og Nordisk kustkultur

Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, gjaldkeri Vitafélagsins

 

Kl. 14:30-15:00                  Hin sérstaka saga hafnarinnar á Vopnafirði

Kristján Sveinsson, sagnfræðingur

 

Kl. 15:00-15:30                  Hlutverk og samfélagsábyrgð fyrirtækis í litlu sjávarplássi

Magnús Þór Róbertsson rekstrarstjóri HB Granda

 

Kl. 15:30-16:00                 Hlé

 

Kl. 16:00-16:30                  Verði ljós - Ólafur Áki Ragnarsson, sveitastjóri

 

Kl. 16:30-17:00                  Kostir þess og gallar að búa í litlu samfélagi

Hólmar Bjarki  Wiium  Bárðarson

 

Fundarstjóri:  Sigríður Bragadóttir

Myndirnar eru fengnar af Veraldarvefnum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir