Samtök atvinnulífsins leggja til fækkun sveitarfélaga

17.05 2017 - Miðvikudagur

Í 1. tbl. Sveitarstjórnarmála á árinu er viðtal við Gunnar Helga Kristinsson prófessor við HÍ um hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um fjölda sveitarfélaga. Frá því hefur verið greint hér áður að hugmyndir SA eru stórtækar því samtökin vilja fækka sveitarfélögunum úr núverandi 74 í 9. Verði breytingarnar gerðar í 3 skrefum: Fyrsta er stófelld fækkun sveitarfélaga, annað er í stað jafnvægisreglu verði innleidd útgjaldaregla og í þriðja skrefið er flutningur fleiri verkefna frá ríkinu á sveitarstjórnarstigið. Það er skoðun Gunnars Helga að stærð sveitarfélaganna hafi verið vandi mest alla liðna öld en einfalda lausn sé erfitt að finna. Skýrsla sé þó líkleg til að ýta við sveitarstjórnarmönnum.

 

Skv. Gunnari Helga er tiltekna stærðarhagkvæmni erfitt að finna því íbúafjöldi segir ekki allt. Fleiri þætti þarf að skoða, t.a.m. legu hlutaðeigandi sveitarfélaga og samgöngur, þótt ljóst sé að þau allra fámennustu geti á engan hátt sinnt því sem kalla má eðlilega þjónustu. Afleiðing þessa er aukin samvinna sveitrfélaga. Nemi samstarfsverkefnin mörgum hundruðum, hluti sveitarfélaga sé með nánast alla sína þjónustustarfsemi í slíkum verkefnum. Segir hann að líkja megi ástandinu við 3 stjórnsýslustig; stjórnsýslustigið, byggðasamlög og lögbundið samstarf eins og um málefnu fatlaðra.

 

P4106343.JPGGunnar Helgi segir skýrslu SA einblína á stærðarhagkvæmnina en ekki komi með beinum hætti fram af hverju talan 9 sé talin hagkvæmust. Hvort að baki liggi rannsóknir er óvíst en skýrslan kemur allténd umræðum af stað. Skólamálin eru dæmi um þar sem hægt sé að ná fram hagkvæmni með skipulagi eininga en rekstur persónulegrar þjónustu getur tekið mið af fleiri aðstæðum en íbúafjölda. Er hann ekki sannfærður um að skipta höfuðborgarsvæðinu í tvö sveitarfélög en miðað við íbúafjölda Vestfirðinga gætu sveitarfélögin verið 20 á höfuðborgarsvæðinu.

 

Það er skoðun Gunnars Helga að tilfinningin sé sterkari meðal fólks á landsbyggðunum fyrir sveitarfélögunum. Einkum höfuðborgarbúar hafi litla ef nokkra tilfinningu fyrir að búa í sveitarfélagi. Horfi fremur til borgarhlutans eða hverfisins. Hugsa verði sveitarstjórnarstigið í mismunandi formum. Í fámennum landmiklum sveitarfélögum getur bensínskálinn í þorpinu verið allt í senn sölustaður mat- og samgönguvara, veitinga- og samkomustaður. Loki skálinn deyr sálin í byggðinni. Í stóra þéttbýlinu þurfa sveitarstjórnarmenn hins vegar að vinna saman að skipulags- og samgöngumálum og veitustarfsemi sem dæmi.

 

Það er viðurkennt að árangur hefur náðst í hagræðingu enda skiptir stærðin máli, sveitarfélögum var fækkað á skömmum tíma úr 204 í 74. Hluti af þeim árangri var færsla grunnskólans yfir til sveitarfélaganna þótt sá galli hafi verið á að tekjustofnar sem til þurfti fylgdu ekki. Bendir Gunnar Helgi á að Danir og Svíar hafi beitt einfaldri lagasetningu við ákvörðun fjölda og mörk sveitarfélaga. Með því að lögbinda lágmarksfjölda íbúa en eftirláta sveitarstjórnum og jafnvel almenningi að vinna að sameingu er ein aðferð sem til greina koma.

 

Gunnar Helgi ítrekar að skýrslan geti orðið til að efla umræðuna enda sé mikilvægt að fólk geti talað sig niður á einhverja lausn. Til þurfi pólitíska stefnumótun eins og í svo mörgum málum en hún fæst tæpast fram nema að undangenginni umræðu.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir