Sorphirða-sorpflokkun og umhirða með gámasvæði

19.05 2017 - Föstudagur

Vopnafjarðarhreppur óskar eftir áhugasömum aðila/verktaka til að sjá um og þróa sorphirðu-sorpflokkun og umhirðu með gámasvæði sveitarfélagsins.

 

Verkefnið felst í því að sjá um sorphirðu í sveitarfélaginu þ.e.a.s. tæma sorpílát í þéttbýli og dreifbýli og koma því á urðunarstað. Jafnframt að sjá um starfsemi sorpflokkunarstöðvar og umhirðu með gámasvæðinu sem staðsett er við Búðaröxl.

 

Þeim sem áhuga hafa fyrir verkefninu er bent á að hafa samband við:

Stefán Guðnason s. 862-7779 - bilarogvelar.stefan@gmail.com,  Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafirði fyrir 15. júní 2017.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir