Deiliskipulag íþróttasvæðis á Vopnafirði

04.06 2017 - Sunnudagur

Vopnafjarðarhreppur

Deiliskipulag íþróttasvæðis á Vopnafirði

- skipulagslýsing - kynning.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð.

Deiliskipulag íþróttasvæðis. Lýsing skipulagsáforma um deiliskipulag fyrir íþróttasvæði Vopnafjarðar.

Skipulagssvæðið er um 7 ha. að stærð, á hæðinni ofan og utan við núverandi byggð og er í eigu Vopnafjarðarhrepps.

Í dag er á svæðinu nýlegur keppnisvöllur sem afmarkast af háum girðingum norðan og sunnan megin. Í norðaustur horni vallarins eru náttúrulegir klettar sem nýtast semáhorfendastúkur á stærri leikjum. Bráðabirgðahúsnæði fyrir Ungmennafélagið Einherja er staðsett austan við klettana. Austan við keppnisvöllinn eru eldri æfngavellir.

Akfær malarstígur liggur að svæðinu úr norðri og suðri, og þangað liggja gönguleiðir úr byggðinni.

 

Opið hús verður í Miklagarði á  Vopnafirði, fimmtudaginn 22. júní  n.k.  kl. 16:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 30. júní 2017.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði.

Byggingarfulltrúinn í
Vopnafjarðarhreppi

Hér má finna verkefnislýsingu deiliskipulags fyrir íþróttasvæði Vopnafjarðar
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir