Deiliskipulag íþróttasvæðis á Vopnafirði

04.06 2017 - Sunnudagur

Vopnafjarðarhreppur

Tillaga að deiliskipulag íþróttasvæðis á Vopnafirði

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Vopnafjarðar, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er um 7 ha. að stærð, á hæðinni ofan og utan við núverandi byggð og er í eigu Vopnafjarðarhrepps.

Í dag er á svæðinu nýlegur keppnisvöllur sem afmarkast af háum girðingum norðan og sunnan megin. Í norðaustur horni vallarins eru náttúrulegir klettar sem nýtast sem

áhorfendastúkur á stærri leikjum. Bráðabirgðahúsnæði fyrir Ungmennafélagið Einherja er staðsett austan við klettana. Austan við keppnisvöllinn eru eldri æfngavellir.

Akfær malarstígur liggur að svæðinu úr norðri og suðri, og þangað liggja gönguleiðir úr byggðinni.

 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, Vopnafirði, frá og með föstudeginum 29. júní nk. til mánudagsins 13. ágúst 2018. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps , vopnafjardarhreppur.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 13. ágúst 2018. Skila skal athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúinn í

Vopnafjarðarhreppi







Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir