Bærinn skreyttur á Vopnaskaki

29.06 2017 - Fimmtudagur

Í Vopnaskaksviku tóku bæjarbúar vel við sér og skreyttu bæði hús sín og hverfi. Fyrir lá að það hverfi sem dómnefnd þætti skara fram úr myndi vinna til verðlauna sem fegurst skreytta hverfið. Ekki hefur tíðindamaður hlerað hvert viðurkenningin fór en víst sýndu fulltrúar hverfanna allt í senn frumkvæði, hugmyndaauðgi og natni við verk sitt.

 

Fyrstu myndirnar eru frá skreytingum Bláa hverfisins fimmtudaginn 22. júní en sl. sunnudagsmorgun var tíðindamaður á röltinu og tók nokkrar myndir þótt engan veginn sé sjálfgefið að þær endurspegli það sem gert var né heldur hafi náðst að fanga svipmót hvers hverfis. Mestu varðar að íbúar sýndu málinu áhuga og gengu skipulaga til verks hvert í sínu hverfi og þótt verðrið léki ekki beinlínis við Vopnfirðinga settu skreytingarnar skemmtilegan svip á bæinn.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir