Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir 2 störf til umsóknar

07.07 2017 - Föstudagur

Atvinna - stubbavaktir

 

Starfskraftur óskast á kvöld stubbavaktir þar sem unnið er föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld milli kl. 18-22.00 aðra hverja helgi. Vinnan felst í aðstoð við hjúkrun sjúklinga á sjúkradeild og aðstoð við framreiðslu og frágang eftir kvöldmat. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst.

 

Nánari upplýsingar gefur Íris Grímsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 470 1240  og hjukrun@vopnafjardarhreppur.is

 

Umsóknarfrestur er til 25.júlí næstkomandi.

Umsóknareyðublöð má nálgast hjá hjúkrunardeildarstjóra

 

Atvinna - næturvaktir

 

Starfskraftur óskast á næturvaktir við hjúkrunardeild Sundabúðar frá og með 1. september nk. Um er að ræða starf í þvottahúsi og þarf viðkomandi starfsmaður einnig að veita aðstoð á hjúkrunardeild. Starfshlutfall er 70%. Vinnutörn hefst á miðvikudagskvöldi og unnar eru 7 nætur og síðan vikuhlé þar til næsta vinnutörn hefst.

 

Nánari upplýsingar gefur 

Íris Grímsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 470 1240  og hjukrun@vopnafjardarhreppur.is

 

Umsóknarfrestur er til 31. júlí næstkomandi.

Umsóknareyðublöð má nálgast hjá hjúkrunardeildarstjóra 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir