Minni plastpokanotkun allra hagur

10.07 2017 - Mánudagur

Í nýjasta tbl. Sveitarstjórnarmála er umfjöllun um plastpokanotkun Íslendinga en þann 17. maí sl. hófst landsátak gegn plastpokanotkun. Í þessu samhengi má greina frá því að enn fer einungis tíundi hluti þess plasts sem við notum til endurvinnslu, 90% fer á haugana. Fyrsti plastpokinn sem framleiddur var á Íslandi var leit dagsins ljós árið 1968 og þar eð plast eyðist á 100 til 500 árum er hann til staðar í íslenskri náttúru. Góðu fréttirnar eru að verulega hefur dregið úr plastpokasölu á Íslandi sl. mánuði eða allt að 20% þótt við stöndum langt að baki nágrannalöndum okkar í þessum efnum. Plast er í tonnavís í fjörum Íslands svo málið á erindi við okkur nú og ekki síðar.

 

Nokkur sveitarfélög hafa sýnt frumkvæði í málinu en liðin eru allmörg ár síðan Stykkishólmur skar upp herör gegn notkun plastpoka en hugmyndin kviknaði einmitt á íbúafundi sem liðlega fjórðungur íbúa sótti. Umhverfishópur Stykkishólms hefur síðan leitt starfið og í september 2014 var burðarplastpokinn formlega kvaddur í Hólminum á fjölmennri kveðjuhátíð. Sex árum fyrr ákvað bæjarstjórnin að íbúar fengju 3 ruslatunnur við hús sitt; ein fyrir lífrænan úrgang, aðra fyrir endurvinnanlegt efni og sú 3ja óendurvinnanlegt efni.

 

Plast í hafinu - 3.jpgSveitarfélagið Hornafjörður sækir fram í þessum efnum og þar hefur taupokum verið komið fyrir í verslunum og í Skagafirði er Pokastöðin sjálfsprottið verkefni nokkurra kvenna sem miðar að því að minnka plastpokanotkun með því að sauma taupoka sem fólk getur fengið að láni, þ.e. tekur með sér án endurgjalds og skilar aftur. Ísfirðingar hafa valið samskonar leið og á 143. Löggjafarþinginu lagði Margrét Gauja Magnúsdóttir fram þingsályktunartillögu um hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun – og var tillagan samþykkt.

 

Í Frakklandi er farið að banna notkun plasts og þótt okkur kunni að þykja það ekki við hæfi að henda heimilisrusli nema í plastpoka er það alls ekki svo, málið snúist sé hreint umhverfismál að mati Margrétar Gauju. Fjölnotapokar eru farnir að ryðja sér til rúms en málið er miklu víðtækara en svo, t.a.m. er matvælaiðnaðurinn að nota firna mikið plast. Að mati Margrétar er þáttur sveitarfélaga mikilvægur en plastpokalaust bæjar- eða sveitarfélag nær eyrum æ fleiri. Plastpokar eru ekki eitthvað sem á að vera fast í neyslusamfélaginu.

 

Starfshópur með fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Samtökum verslunar- og þjónustu, Samtökum iðnaðarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneyti skilaði nýverið af sér skýrslu. Leggur hópurinn til að farið verði eftir breytingum á EES-samningnum að árið 2025 eigi hver einstaklingur aðeins að nota 40 burðarplastpoka á ári en þeir eru yfir 100 nú.

 

300 milljónir tonna af plasti eru framleidd á hverju ári í heiminum og framleiðslan hefur að jafnaði aukist um 4% á milli ára. Ef heldur fram sem horfir verður hún orðin 400 milljónir tonna árið 2020. Talið er að Íslendingar noti allt að 35 milljónir plastpoka á ári og erum við þó ekki nema 335 þúsund. Heimurinn telur liðlega 7 milljarða og hvað skyldi sá fjöldi nota á ársgrundvelli?

 

Meðfylgjandi myndir eru af Veraldarvefnum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir