Makríllinn er dreifður

17.07 2017 - Mánudagur

Makrílvertíðin hófst um sl. mánaðamót og fór ágætlega af stað. Vertíð afmarkast af tilteknu tímabili og því mikilsvert að vel gangi þann tíma sem menn geta vænst þess að veiða þann fisk sem sóttur skal. Eftir ágæta byrjun hefur hægst á veiðinni og að sögn Magnúsar Þórs Róbertssonar vinnslustjóra er ástæðan sú að fiskurinn er dreifður og hann því ekki auðsóttur. Hjalti Einarsson skipstjóri á Víkingi AK sagði í viðtali við heimasíðu HB Granda sl. laugardag: „Það er frekar erfitt ástand á makrílnum. Hann virðist vera mjög dreifður og það er erfitt að hitta á hann. Veiðin dregur dám af því og hefur verið frekar léleg.“

 

Segir Magnús Þór fiskinn í svipuðu ástandi og undanfarin ár á þessum árstíma, ef eitthvað er þá er hann betri, stærri. Hin stopula veiði kemur eðlilega niður á landvinnslunni, vinnslustopp hafa nokkur verið en aðspurður um samanburðinn á að vera með tvö stór skip nú og 3 minni áður segir hann: „Nýju skipin eru að öllu leyti betri, betri kæling á meira magni og meðferðin á fiskinum er betri.“ Ekki kvaðst Magnús Þór hafa forsendur til að svara hvernig það kæmi rekstrarlega út að sækja fiskinn á miðin við Eyjar „En það er partur af þessu að þurfa stundum að sækja lengri en menn óskuðu“ og kvaðst ávallt vera bjartsýnn og fyrr en síðar myndi lifna meira yfir þessu.IMG_0935.JPG

 

Hjalti skipstjóri sagði ennfremur í áðurnefndu viðtali að svo virðist sem smærri makrílinn vanti í aflann en uppistaða aflans hjá þeim rígvænn fiskur eða um 400 grömm að jafnaði. Eins og gengur hefur slæðst síld með en þó ekki í miklum mæli. Að lokum má geta þess að á miðunum er enn sem komið er tiltölulega fá skip á miðunum en leið og fréttir af betri veiði berast mun þeim örugglega fjölga.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir