Blíðviðri framundan

18.07 2017 - Þriðjudagur

Sumarið hefur verið undir væntingum þótt Veðurstofan meti tíðarfar í júní sem nokkuð hagstætt en vissulega í svalara hafi verið miðað við sl. áratug. Sólardagar hafa t.a.m. ekki verið færri á Akureyri um áratugaskeið og ef litið er til baka gildir líklega hið sama fyrir Austurland. Sem dæmi hafa leikmenn Einherja leikið við svalan vind og oftar en ekki rigningu í heimaleikjum sínum. Í fersku minni eru leikir meistaraflokka félagsins 23. og 24. júní sl. þegar yfir Austurland gekk illviðri með grenjandi rigningu og hávaðaroki. Síðastliðinn laugardag var lygnt veður en rigning sú sem bauðst fer líklega í sögubækur, á örskotastundu urðu til tjarnir og lækir í þéttbýli Vopnafjarðar. Nú er von á betri tíð!

 

Skv. Veðurstofu koma skil upp að landinu að sunnan og það verður hvassviðri eða stormur suðvestanlands, hvassast með sjónum. Á Norðaustur- og Austurlandi verður þurrt og bjart veður. Á morgun verður suðaustan strekkingur á austanverðu landinu en mun hægari vestantil. Rigning sunnan- og vestanlands en áfram þurrt norðaustantil. Lægðinni fylgja hlýindi, 10 til 15 gráður í rigningunni en á Norðausturlandi má búast við allt að 25 stiga hita.

 

Suðaustan átt á morgun, 10-15 m/s en hægari vestantil. Talsverð suðaustanlands framan af degi, rigning víða vestantil en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á Norðausturlandi á morgun.

 

Veðurhorfur á landinu næstu dagaIMG_3901.JPG

 

Á miðvikudag:

Suðaustan 10-15 m/s um landið suðaustanvert og rigning sunnanlands, en talsvert hægari og úrkomulítið norðan- og norðvestantil. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast Norðanlands.

 

Á fimmtudag:

Austan og suðaustan 5-10 og rigning með köflum suðaustanlands, úrkomulítið suðvestanlands en skýjað með köflum norðantil. Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

 

Á föstudag:

Breytileg eða suðaustlæg átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 15 stig en skýjað með köflum norðaustantil og allt að 23 stiga hiti í innsveitum.

 

Á laugardag:

Hægviðri á landinu. Skýjað að mestu norðvestantil og hiti 8 til 14 stig en annars skýjað með köflum og hiti 13 til 20 stig.

 

Á sunnudag:

Hægviðri, skýjað með köflum víðast hvar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.

 

Á mánudag:

Hægviðri. Skýjað að mestu austanlands en annars bjartviðri. Hiti 8 til 20 stig, svalast við austurströndina en hlýjast suðvestanlands.

 

IMG_1725.JPGSamkvæmt ofangreindu eru líkur á að leikið verði við sómasamlegar aðstæður nk. laugardag er Einherji tekur á móti Þrótti Vogum í toppbaráttu deildarinnar. Það væri ánægjuleg tilbreyting en auðvitað snýst tilveran um annað og meira en keppnisleiki Einherja - og óháð því og tilveru þess eru fregnir af veðurblíðu á komandi dögum er fagnaðarefni fyrir okkur öll.

 

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,

sæta lánga sumardaga.

 

Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi,

einkum fyrir únga dreingi.

 

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur,

og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.

 

            -HKL
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir