Vatnsleikfimi í Selárlaug þessa vikuna

24.07 2017 - Mánudagur

Sundlaugargestum Selárlaugar býðst vatnsleikfimi þessa vikuna, 24. til og með 28. júlí, undir handleiðslu Hjördísar Valgarðsdóttur sundkennara. Um er að ræða fjölbreyttar æfingar sem hinn reyndi sundkennari setur saman hverju sinni. Eru æfingarnar við allra hæfi og gleðin með í för. Býðst leikfimin gestum að kostnaðarlausu - hið sem hafa þarf í huga er að mæta stundvíslega; æfingarnar byrja kl. 10:30 hvern dag og standa í 20-30 mínútur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir