Unglingalandsmót UMFÍ

26.07 2017 - Miðvikudagur

Dagana 04. til og með 06. ágúst nk. verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum en mótið var haldið á sama stað fyrir 6 árum síðan. Er það UÍA, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, sem mótið heldur í samvinnu við íþróttafélög á Austurlandi . Að vanda eru ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára hvött til þátttöku en það ber öllum saman um sem reynt hafa að fátt tekur þátttöku á þessu móti fram. Fer saman áhugaverð keppni og umgjörð mótsins en reikna má með allt að 10 þúsund gestum. Auk þess sem UÍA kallar eftir íþróttafólki biðlar sambandið til íþróttafélaga í fjórðungnum um sjálfboðaliða á mótinu. Það liggur í hlutarins eðli að mót sem þetta kallar á fjölda fólks til margvíslegra starfa.

UíA.pngSkráning á Unglingalandsmótið, sem er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð, stendur nú yfir en henni lýkur á miðnætti 30. júlí nk. Fyrir eitt þátttökugjald býðst keppendum þátttaka í eins mörgum greinum og þeir kjósa að skrá sig í. Mótið hefst 03. ágúst með keppni í golfi og verður því slitið sunnudaginn 06. ágúst. Verður keppt í 23 greinum sem eru: Boccia, bogfimi, fimleikalíf, fjallahjólreiðar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, knattspyrna, kökuskreytingar, körfuknattleikur, motocross, ólympískar lyftingar, rathlaup, skák, stafsetning, strandblak, sund, UÍA þrekmót, upplestur og íþróttr fatlaðra.

 

Að vanda verða kvöldvökur í boði. Skráning keppenda fer fram á https://umfi.felog.is/

 

Ungl.landsmót - 2.jpgSvo sem fyrr greinir er þáttur sjálfboðaliða afgerandi við framkvæmd mótsins en skv. samþykkt munu 90% innkomu renna til félaganna, þeirra er leggja til sjálfboðaliða, og 10% til UÍA. Hefur fjöldi þegar tilkynnt þátttöku sína en betur má ef duga skal og því eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við UÍA í gegnum slóðina https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScys68yZresHZHE-1KIHJvFHzpIy7iDO1e0USW9vp-U6sM7Vg/viewform Hafa ber í huga að framlag sjálfboðaliða styrkir aðildafélögin sem standa að mótinu en félögin fá greitt í samræmi við vinnustundir sjálfboðaliða.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir