Framkvæmdir á lóð Brekkubæjar

28.07 2017 - Föstudagur

Þegar farið er um Lónabraut leynir sér ekki að framkvæmdir standa yfir á lóð leikskólans Brekkubæjar og mun ásýnd hennar breytast mikið að þeim loknum. Raunar má greina breytingarnar nú þegar en samkvæmt hönnun Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekt er gert ráð fyrir stígum sem gefa ungum nemendunum tækifæri til leikja sem ekki bauðst áður. Hefur hönnuðurinn tekið mið af formi lands og ganga stígarnir þvert á halla þess en svo sem hjálögð grunnmynd sýnir verður hringtorg norðan skólans. Leikur ekki vafi á að framkvæmdin verður öllum hlutaðeigandi til gleði og ánægju um leið og umhverfið er endurskapað með smekklegum hætti.

 

Tíðindamaður leit við fyrr í dag er Sigurvin var í óða önn að bæta við möl þar sem hringtorginu er ætlaður staður. Sigurvin er einstaklega lipur þegar vélar eiga í hlut og afraksturinn í fullu samræmi við það. Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi ásamt pdf-mynd sem sýnir hönnun lóðar af hendi Dagnýjar Bjarnadóttur.

Lóð skólans - 010915.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir