Unnið að gólefnaskiptum í íþróttahúsinu

16.08 2017 - Miðvikudagur

Allt á sér upphaf og endi. Það á til að mynda við um gólf íþróttahússins sem eins og önnur gengur úr sér. Eftir 30 ára trausta þjónustu hefur gólfdúknum verið flett af steinsteyptri plötunni og á fáeinum dögum er eins og það hafi aldrei verið til. Sigurvin gröfukall skóf það mesta af og hefði liðsmenn áhaldahúss sér til aðstoðar. Gamalt kveður og nýtt efni tekur við.
Vakin er athygli á að húsið er öllum lokað föstudaginn 18. ágúst nk. og gæti komið til frekari lokunar í tengslum við framkvæmdirnar.
Til Vopnafjarðar komu í gær sérfræðingar í faginu, Bjössi og Gulli frá Dúktaki/Altis. Þegar þeir félagar hafa náð að hreinsa plötuna til fulls leggja þeir á hana nýtt gólf. Undirlagið er gúmmí og myndar fjöðrunina, ofan á kemur málað yfirborð og á það síðan málaðar línur vallanna. Þeir eru nefnilega mýmargir vellirnir. Allt er þetta hið vandasamasta verk, vanda þarf það sem lengi á að standa er stundum sagt og á vel við. Sá nýi er eðlilega þeim gamla fremri á allan hátt og það verður sýnileg breyting að gólfið skuli vera blátt.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir