Sýningin LAUSIR ENDAR á Vopnafirði

18.08 2017 - Föstudagur

Er uppruni Álfkonudúksins frá Burstarfelli fundinn? Þessarar spurningar er spurt í tengslum við sýninguna LAUSIR ENDAR sem opnar laugardaginn 19. ágúst nk. kl. 13:00 í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Verður Álfkonudúkurinn sýndur á Vopnafirði fyrsta sinni svo um merkilegan viðburð er að ræða. Einnig verða til sýnis listaverk sem unnin hafa verið undir áhrifum frá dúknum af norsku listakonunni Ingrid Larssen sem átti hér viðdvöl á haustdögum 2016. Auk heldur til sýnis teikningar Vopnfirskra barna saumaðar í dúk af Vopnfirskum konum. Verður Margrét Hallgrímsdóttir þjóminjavörður við opnun sýningarinnar.
Álfkonudúkurinn frá Bustarfelli er þjóðargersemi frá 17. öld sem varðveittur er á Þjóðminjasafni Íslands. Segir sagan að húsfreyja á Bustarfelli hafi á sínum tíma fengið dúkinn í frá álfum. Sýningin LAUSIR ENDAR speglar vinnu fornleifafræðingsins Birgit Lund og listakonunnar Ingrid Larssen sem dvöldu á Vopnafirði á liðnu hausti. Heilluðust þær af Álfkonudúknum og sögu hans. Við sýningaropnun verða kynntar niðurstöður rannsókna Birgitar en hún bar hann saman við sambærilega dúka í Noregi og þannig fundið vísbendingar um uppruna hans. Sýnd verða verk eftir Ingrid sem fyrr greinir en áhersla er lögð á frásagnarlistina og sögulega heimildir, dúkurinn fléttar saman menningarsögu og listræna tjáningu.
Ingrid og Birgit.jpgÞjóðminjasafn Íslands ákvað að sýna Álfkonudúkinn á Vopnafirði helgina 19.-20. ágúst af þessu tilefni og er hingað kominn fyrsta sinni síðan hann var tekinn til varðveislu í Þjóðminjasafninu. Mun þjóðminjavörður opna sýninguna. Birgit mun flytja fyrirlestur er hefst kl. 12:00 í Vopnafjarðarkirkju og kl. 13:00 verður sýningin opnuð í safnaðarheimilinu.
Sýningin er opin milli kl. 11:00 – 17:00 til og með 27. ágúst nk. Geta hópar óskað eftir að komast að utan þess tíma.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir