Malbikun á Vopnafirði

28.08 2017 - Mánudagur

Um miðjan september næstkomandi mun KM-malbik vera hér á Vopnafirði við malbikunarframkvæmdir á vegum Vopnafjarðarhrepps. Að venju býðst íbúum að nýta sér veru fyrirtækisins og fengið plan eða annað malbikað að undangenginni jarðvegsvinnu. Er fólki bent á að hafa samband við Jón Smára Sigursteinsson hjá KM í síma 854-2211. Gefur Oddur Pétur bæjarverkstjóri nánari upplýsingar um málið og er vísað til Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins hér að lútandi.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir