Lagning ljósleiðara í dreifbýli Vopnafjarðar

01.09 2017 - Föstudagur

Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í hluta  dreifbýlis  Vopnafjarðar í október nk. Verkið hefur verið í vinnslu um nokkurn tíma en sveitarfélagið fékk úthlutað um 29 milljónum króna vegna verkefnisins úr Fjarskiptasjóði. Áætlað er að verkið kosti tæpar 90 milljónir. Haldnir hafa verið íbúafundir þar sem verkefnið hefur verið kynnt og kostnaðarþáttur þeirra sem hyggjast taka inn ljósleiðara.

Verkefnið byggir á því að flestir íbúar dreifbýlis taki inn ljósleiðara, því er mikilvægt að þeir sem þess óska sendi inn undirritaðan samning til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps sem fyrst á netfangið olafur@vopnafjardarhreppur.is


Samningur milli landeiganda og sveitarfélagsins fylgir með fréttinni í viðhengi.

Samkomulag ljósleiðari I 19.05 (2).pdf


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir