Almennar prestskosningar

13.09 2017 - Miðvikudagur

Eins og frá var greint hér á heimasíðu Vopnafjarðar þann 30. ágúst sl. verða almennar prestskosningar haldnar í Hofsprestakalli en fyrir nokkru lá fyrir að annar umsækjandinn, Jarþrúður Árnadóttir, dró umsókn sína til baka. Eftir stendur Þuríður Björg Wiium Árnadóttir mag. theol. Tíðindamaður leitaði upplýsinga um málið í ljósi þessarar stöðu og fékk það svar frá skjalaverði Biskupsstofu að staða máls er sú að gengið verður til almennra prestskosninga um þann eina umsækjanda sem sótt hefur um embættið.

 

Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvenær kosið verður en biskup hefur gefið út tilskipun að kosið verði og í embættið skipað þann 15. október nk. Miðað við svar skjalavarðar gildir einu þótt einn sé í framboði og nú fá Vopn- og Bakkfirðingar tækifæri til að sýna hug sinn til Þuríðar Bjargar og greiða henni atkvæði sitt.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir