Af Vopna

21.09 2017 - Fimmtudagur

Hrafn einn hefur gert sig heimakominn við Selárlaug svo sem frá hefur verið greint. Þótti vel við hæfi að þessi ágæti fugl fengi nafn og það viðeigandi, Vopni skyldi það vera. Í stuttu máli hefur sambýlið gengið vel, Vopni þekkir sín takmörk og veit sem er að í lauginni á hann ekki að vera né heldur í pottinum en á laugarvegg og girðingu er hann auðfúsugestur. Ánægjuleg tengsl hafa myndast á milli manns og málleysingja og sýnir enn á ný að tungumálið þarf ekki að vera hindrun í samskiptum.

 

Tíðindamanni þótti tilhlýðilegt að birta af Vopna nokkrar nýjar myndir er Przemek og Ewa tóku en ekki einungis sýna þær fegurð þessa biksvarta vinar heldur eru þær listrænar í gerð sinni.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir