Lokahóf yngri flokka Einherja

25.09 2017 - Mánudagur

Sumarið er að baki og tími uppgjörs yngri flokkastarfs Ungmennafélagsins Einherja á dagskrá og síðastliðinn fimmtudag var lokahóf félagsins haldið í sal Vopnafjarðarskóla að viðstöddu stórum hluta barna er hópinn fylla. Að vanda var hópur foreldra viðstaddur. Auðvitað eiga ekki allir heimangengt en þeir sem sáu sér fært um að mæta áttu þar góða stund; móttóku viðurkenningar með þökk fyrir sumarið, tilheyrandi myndatöku og frambornar veitingar í formi pítsu Hótels Tanga – og fengu börn jafnt sem fullorðnir.

 

Aðalbjörn stjórnarmaður og skólastjóri setti hófið og bauð formanni Magnúsi Má að ávarpa gesti. Fór hann í nokkrum orðum í gegnum starfsemi félagsins á sumrinu, sem var líflegt og skemmtilegt eins og ávallt er. Félagið býr við betri aðstæður en áður og framundan er frekari uppbygging sem kemur ungviðinu til góða, vallarhús mun rísa á íþróttasvæðinu. Fram kom að starf ungmennafélagsins vekur athygli um land allt, það væri virðing borin fyrir félaginu. Alls staðar þar sem fulltrúar Einherja koma fer af þeim gott orð. Einar Björn stjórnarmaður fór yfir starf hvers flokks á sumrinu og Sigurðu Donys þjálfari afhenti ungviðinu viðurkenningar áður en boðið var upp á pítsur Hótels Tanga.

 

Meðfylgjandi eru myndir tíðindarmanns af því fólki sem mætt var til hófsins og hélt um myndavélina venju samkvæmt.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir