Verndarsvæði í byggð – opinn fundur

27.09 2017 - Miðvikudagur

Vopnafjarðarhreppur fékk samþykktan 8,5 milljóna króna styrk frá Minjastofnun á sl. hausti sem fellur að lögum um verndarsvæði í byggð. Í Umsókninni sagði m.a. að markmið verkefnisins væri að standa vörð um gamla götumynd miðbæjar Vopnafjarðar og ekki síst að skapa möguleika á að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á svæðinu sem byggir á sterkum grunnstoðum. Unnið hefur verið að verkefninu á liðnum mánuðum og annað kvöld, fimmtudaginn 28. september, er opinn fundur í félagsheimilinu Miklagarði og hefst kl. 20:00.

 

Í auglýsingu sem dreift var til íbúa sveitarfélagsins segir:

 

Vopnafjarðarhreppur í samstarfi við Yrki arkitekta kynnir verkefnið “Verndarsvæði í byggð” á miðsvæði Vopnafjarðar.

 

Farið verður yfir sögu húsanna á svæðinu og veittar upplýsingar um stöðu verkefnisins. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum frá íbúum Vopnafjarðar um sögu svæðisins og hugmyndum um framtíð þess.

 

Heitt kaffi á könnunni.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir